Að flottera sig á kostnað annarra…

Á dögunum barst svar frá forsetaembættinu til Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík vegna fyrirspurnar sem lögð var fram um kostnað við að halda veislu fyrir Þýskalandsforseta 4. júlí 2003. Á dögunum barst svar frá forsetaembættinu til Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík vegna fyrirspurnar sem lögð var fram um kostnað við að halda veislu fyrir Þýskalandsforseta 4. júlí 2003.

Samkvæmt svarinu kostaði 3,6 milljónir króna að halda veisluna – borguð var máltíð fyrir 251 í Perlunni, flestir gestanna voru íslenskir. Þetta þýðir að kostnaður var rúmar 14 þúsund krónur á mann. Ég hlýt að spyrja mig hvort nauðsynlegt hafi verið að bjóða svona mörgum í veisluna – og þá líka hvort að hluti af hópnum hefði ekki getað borgað sig inn?

Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast af miklum útgjöldum ríkissjóðs á þessu sviði því að síðastliðið haust bárust fregnir af því að bifreiða-, risnu- og ferðakostnaður ríkisins væri kringum fjóra milljarða og hefði hækkað mjög frá fyrra ári.

Nú má vel vera að sumir sjái ekkert að því að ferðast á fyrsta farrými á kostnað Jóa á Egilsstöðum eða Gunnu í Kópavogi.
Að sumir sjái ekkert að því að safna vildarpunktum flugfélaga, úr ferðalögum sem farin eru á vegum hins opinbera, og nota í eigin þágu.
Að sumir sjái ekkert að því að bjóða fjöldanum öllum af fólki í opinn bar á kostnað ríkisins til að reyna að næla sér í atkvæði.
Að sumir sjái ekkert að því að taka 8 milljónir úr ríkishirslum til að kaupa flottan jeppa handa sér.
Að sumir sjái almennt ekkert athugavert við að flottera sig á kostnað skattgreiðenda – mín og þín – en segi svo á sama tíma að það sé bráðnauðsynlegt að segja upp fólki á Landspítalalanum og hækka bensínskatta um fjórar krónur á lítrann.

Það má vel vera að slíkir menn séu til. En vonandi verður það samt nýársheit þeirra sem flestra að fara betur með almannafé á þessu herrans ári en hinu síðasta.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand