Stærsta gjöfin

Nú þegar jólin eru að nálgast og stressið sem þeim fylgir er að færast yfir okkur þar sem við erum á kafi í undirbúningnum þá er mikilvægt að hafa í huga að við getum gefið gjöf til samfélagsins, náungans, sem kostar okkur ekki krónu. Við getum gefið blóð. Nú þegar jólin eru að nálgast og stressið sem þeim fylgir er að færast yfir okkur þar sem við erum á kafi í undirbúningnum þá er mikilvægt að hafa í huga að við getum gefið gjöf til samfélagsins, náungans, sem kostar okkur ekki krónu. Við getum gefið blóð.

Ert þú gæðablóð?
Á hverjum virkum degi þarf u.þ.b. 70 blóðgjafir til að viðhalda blóðbirgðum landsins. Það eru 8 – 9000 einstaklingar sem gefa samtals 15 – 16000 blóðeiningar á hverju ári og að meðaltali eru 4000 einstaklingar sem þurfa á blóðgjöf að halda á hverju ári. Blóðið er notað við ýmis læknisverk inni á spítölum svo sem við skurðaðgerðir, vegna slysa, við blæðingum, í krabbameinsmeðferðum og við blóðskipti nýbura. Til að auka öryggið í blóðbúskap bankans er mikilvægt að fá fleiri gefendur en nú er, það auðveldar starf bankans til muna. Ef þú ert á aldrinum 18 – 60 ára, ert heilsuhraut/ur en hefur ekki gefið blóð þá skora ég á þig að kíkja í heimsókn í Blóðbankann, það verður tekið vel á móti þér og kaffistofan er frábær. Ef þú vilt frekari upplýsingar um hvernig blóðgjöf fer fram þá bendi ég þér á vef Blóðbankans en þar getur þú fundið allar upplýsingar um starfsemi bankans. Eins ef þú ert gefandi en hefur ekki komið lengi þá er kominn tími á að kíkja í kaffi á Barónstígnum.

Ég gaf í gær, gefur þú í dag?
Það var hringt í mig á mánudaginn frá Blóðbankanum og ég var beðinn um að koma að gefa blóð. Ég gerði það, því það er fátt sjálfsagðara en að taka þátt í þeirri ljúfu skyldu sem fellst í því að vera ábyrgur samfélagsþegn. Í einu slagorða Blóðbankans þá er sagt að blóðgjöf sé lífgjöf, og á aðventu er stærri gjöf er ekki hægt að gefa.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand