Orð skulu standa

Hvernig efndu svo þessir hugrökku, innblásnu hugsjónamenn loforðin sín? Hvernig stóðu þeir við stóru orðin um lækkun skatta jafnt á fyrirtæki sem einstaklinga. Hvernig afnámu þeir haftakerfið? Hvernig lækkuðu þeir tolla og vörugjöld? Hvernig komu þeir í veg fyrir að ungt fólk lenti í fátæktargildru? Hvernig bættu þeir lífskjör þjóðarinnar? Hvernig brutu þeir á bak aftur sjálfskaparvítið okkar Íslendinga? Ungir og hugrakkir hugsjónamenn innan Sjálfstæðisflokksins komu í röðum fyrir síðustu kosningar og kröfðust þess kröftuglega að skattar yrðu lækkaðir hér á landi. Krafa hinnar ungu kynslóðar var einföld og ákveðin. Skattalækkun „á einstaklinga sem og fyrirtæki“, sagði t.d. Birgir Ármannsson.

Birgir blés áfram, krafðist þess að vöruverð yrði lækkað „með afnámi tolla og innflutningshafta“ og sagði svo keikur og fullur eldmóði: „Innflutningshöft og tollar eru sjálfskaparvíti okkar Íslendinga þótt við séum ekki ein á báti í því skipbroti.“

Og Birgir var svo sannarlega ekki einn á báti í því skipbroti, fast á hæla honum kom nýr þingmaður Reykvíkinga, Guðlaugur Þór Þórðarson. Hans krafa var hvorki meira né minna en „Ísland í fararbroddi“. Og hvernig átti svo Ísland að komast í farabrodd? Jújú, með því að „einfalda skattkerfið og lækka skatta“. Guðlaugur kunni meira, hann sagði að það væri mikilvægt „að skattkerfið í heild verði endurskoðað með það í huga að koma í veg fyrir að ungt fólk lendi í fátæktargildru.“ Hinn hugrakki Guðlaugur hafði sína skoðun á hlutunum. Hann vissi hvað almenningi var fyrir bestu. Hann krafðist þess einarðlega að við felldum tollamúra og bættum lífskjör. Gefum Guðlaugi orðið: „Haftakerfið sem byggt var upp á sínum tíma hefur enn ekki verið brotið á bak aftur. Í þeim efnum verður hugarfarsbreyting að eiga sér stað. Ekki er verjandi að Íslendingar þurfi að greiða hærra verð fyrir neysluvörur en aðrar þjóðir. Með því að fella niður tollamúra bætum við lífskjör þjóðarinnar og færum verslunina inn í landið.“

Hvernig efndu svo þessir hugrökku, innblásnu hugsjónamenn loforðin sín? Hvernig stóðu þeir við stóru orðin um lækkun skatta jafnt á fyrirtæki sem einstaklinga. Hvernig afnámu þeir haftakerfið? Hvernig lækkuðu þeir tolla og vörugjöld? Hvernig komu þeir í veg fyrir að ungt fólk lenti í fátæktargildru? Hvernig brutu þeir á bak aftur sjálfskaparvítið okkar Íslendinga? Hvernig bættu þeir lífskjör þjóðarinnar?

Jú, með því að hækka bensíngjald og þungaskatt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand