Fleiri populista takk!

Ekki veit ég hvort það er vegna þess að langt er í næstu kosningar eða hvort samkeppnin sé of lítil milli stjórnmálamanna en undanfarið hefur hvert málið rekið annað þar sem komið er fram við almenning af sannkallaðari lítilsvirðingu. Borgarstjórn svarar athugasemdum við niðurrif Austurbæjar með hroka. Það er reyndar búinn að vera þannig tónn í borgaryfirvöldum um nokkra hríð. Eru sumir kannski farnir að gleyma hver vinnur fyrir hvern? Undir venjulegum kringumstæðum tek ég hófsama og ábyrga stjórnmálamenn fram yfir lýðskrumara en þegar litið er á stjórnlausa útþenslu ríkisrekstrarins undanfarin ár og bruðlsins sem engan enda tekur þá virðist sem að við þurfum nýjar áherslur. Veitir nokkuð af lýðskrumi inn í þetta gelda og sjálfselska ríkisbatterí? Er það kannski eina leiðin til að gefa kerfinu spark í rassinn? Eina leiðin til að ná fram sjálfsögðum umbótum?

Við þurfum stjórnmálamenn til að gefa tóninn fyrir framkvæmdavaldið
Ekki veit ég hvort það er vegna þess að langt er í næstu kosningar eða hvort samkeppnin sé of lítil milli stjórnmálamanna en undanfarið hefur hvert málið rekið annað þar sem komið er fram við almenning af sannkallaðari lítilsvirðingu. Borgarstjórn svarar athugasemdum við niðurrif Austurbæjar með hroka. Það er reyndar búinn að vera þannig tónn í borgaryfirvöldum um nokkra hríð. Eru sumir kannski farnir að gleyma hver vinnur fyrir hvern?

Þetta er lélegt!
Ríkisstjórnin lofar að skila okkur peningum með lækkun skatta en hækkar þá í staðinn og skriðtæklar öryrkja og atvinnulausa í leiðinni. Þeir virðast telja sig jafn örugga fyrir viðbrögðum kjósenda og bankarnir fyrir viðskiptavinum sínum. Þessi ríkisstjórn hefur gefið mörg fögur fyrirheit en fær falleinkunn fyrir fjármálastjórn. Ég hef áður rakið í grein dæmi um þann skort á aðhaldi sem fjármálaráðherra hefur sýnt. Það er ekkert að marka þessa menn.

Finnst þeir sjálfir mjög mikilvægir
Töluverð endurnýjun varð á Alþingi síðastliðið vor og nýjir þingmenn munu verða undir smásjá Ungra jafnaðarmanna á næstunni. Munu þeir leggjast á jötuna góðu þar sem fyrir eru margir eldri starfsbræður þeirra eða munu þeir reyna að gera eitthvað fyrir okkur, umbjóðendur sína? Munu kokteilboðin og tilgangslausu starfshóparnir eiga hug þeirra allan eða munu þeir standast freistinguna? Við erum farin að sjá fyrstu merki um hvernig sumir þeirra ætla að haga þingsetu sinni og það er ekki upplífgandi.

Auglýsi eftir lýðskrumurum
En ef einhver er tilbúinn að stíga upp úr meðalmennskunni þarna við Austurvöll og virkilega fara að láta finna fyrir sér þá er ég með nokkrar hugmyndir að framfaramálum sem hann gæti tekið upp á arma sína.

Krefjast þess að eitthvað af þeim rétt tæplega eitt þúsund nefndum sem ríkið starfrækir verði lagðar niður eða sameinaðar öðrum. Með þessu mætti spara nokkur hundruð milljónir.

Gera kröfu um að ferða- risnu- og aksturskostnaður ríkisins verði skorin niður um 5% á ári á næstu árum. Þessi útgjöld voru tæplega fjórir milljarðar á síðasta ári og hækkaði um 12% frá árinu á undan. Með því mætti á ári ná fram sparnaði sem jafnast á tvisvar til þrisvar sinnum þá upphæð sem átti að spara með því að taka út þrjá daga í fyrsta mánuði atvinnuleysis bótaþega.

Fækka bæði þingmönnum og ráðuneytum. Fjöldi þingmanna gerir sama og ekki neitt hálfu og heilu kjörtímabilin og eyðir löngum tímabilum í útlöndum. Segjum þessum þingmönnum upp og ráðleggjum þeim að ráða sig bara í vinnu í útlöndum. Þarf ekki fasta kosningaeftirlitsmenn í Kazakstan?

Setja opinber viðmið um hverjir skuli fljúga á Business Class á kostnað ríkisins og hvað menn opinberum erindagjörðum megi eyða í hótel erlendis. Helst að það verði í mesta lagi ráðherrar og ráðuneytisstjórar sem fái að fljúga á fyrsta farrými og hinir geti þá haft eitthvað að keppa að. Það er ótækt að menn niður í aðstoðarmenn og upplýsingafulltrúa séu í kavíarnum og kampavíni. Höfum þetta í öllu falli uppi á borðinu.

Setja einkabílstjórum ráðherra, borgarstjóra og forseta þær starfsreglur að drepa á eðalvögnunum meðan þeir bíða eftir fyrirmennunm fyrir utan leikhús og aðra slíka staði. Það er óþolandi skortur á fordæmi að hegða sér svona um leið og við erum af veikum mætti að reyna að bjarga plánetunni.

Taka okkur af listanum yfir hinar viljugu þjóðir. Þetta er skandall frá upphafi til enda. Stríðið í Írak er tóm blekking og leitin að gereyðingarvopnum yfirskin fyrir nýlendupólitík og auðlindastuld. Þetta veit hvert mannsbarn og sum þeirra eru að deyja fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda. Sagan mun dæma þessa menn.

Það er laust pláss fyrir umbótaflokk á Íslandi. Hver þorir að taka það að sér?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand