Stærra Evrópusamband

Stækkunarferli Evrópusambandins verður hvergi nær lokið í maí því hugsanlegt er að ríki á Balkanskaganum komi til að sækja um inngöngu áður en langt um líður. Ennfremur er líklegt að EFTA-ríkin fjögur Noregur, Sviss, Lichtenstein og Ísland sæki um aðild á næstu árum. Þess vegna er líklegt að ríki Evrópusambandsins verði í kringum 30 talsins á næstu árum. Íbúar ríkjanna á þessu fjölbreytta menningarsvæði verður rúmur hálfur milljarður og tungumálin verða vel á annan tug. Þann 1. maí n.k. munu 10 ný ríki ganga í Evrópusambandið, en flest ríkin eiga það sameiginlegt að þau voru skilin frá vesturhluta Evrópu í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Í dag eru aðildarríkin 15, en stofnríkin voru sex. Stækkunarferli sambandsins hófst við stofunun árið 1950 og hefur í raun staðið síðan þá. Stofnríkin sex Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Belga, Lúxemborg og Holland hvöttu önnur ríki Evrópu sem byggja á sömu grunngildu að taka þátt í samtarfinu innan Evrópusambandsins.

Evrópa loksins sameinuð
Árið 1973 gerðust Írar, Danir og Bretlar aðilar að sambandinu og átta árum síðar bættust Grikkir í hópinn. Spánn og Portúgal gengu síðan í Evrópusambandið 1986. Fimmta stækkunin átti sér stað árið 1995 þegar Finnland, Austurríki og Svíþjóð gerðuast aðilar. Í apríl á seinasta ári var skrifað undir samninga milli ríkja Evrópusambandsins og umsóknarríkjanna tíu um stækkunina. Í hópi tilvonandi ríkja ESB eru átta fyrrverandi kommúnistaríki sem og tvær eyjar í Miðjarðahafi, en ríkin eru: Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Ungverjaland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland, Malta og Kýpur. Eftir að stækkunin tekur gildi 1. maí er hægt að segja að Evrópa sé loksins sameinuð á ný frá lokum kalda stríðsins.

Ástæður nýju ríkjanna
Það er hægt að segja að fyrir ríkin 10 ljúki ákveðnu aðskilnaðartímabil í Evrópu. Einnig er talið að mikil efnahagslegur ávinningur fyrir öll ríkin fylgi því að innri markaðurinn stækki úr 370 milljónum manna í rúmar 480 milljónir. Það borgar sig einfaldlega fyrir núverndi ESB-ríkin að byggja upp sterka markaði til að versla við í náinni í framtíð í austanverðari álfunni. Þá er einnig talið að öryggi álfunnar í heild sé betur tryggt með því að veita Austur-Evrópu sömu skilyrði og vesturhlutinn hefur búið við í næstum 60 ár, en frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar árið 1945 hafa núverandi ríki Evrópusambandsins búið við stöðugleika sem og frið.

Líklegt að EFTA-ríkn sæki um inngöngu
Stækkunarferli Evrópusambandins verður hvergi nær lokið í maí því hugsanlegt er að ríki á Balkanskaganum komi til að sækja um inngöngu áður en langt um líður. Ennfremur er líklegt að EFTA-ríkin fjögur Noregur, Sviss, Lichtenstein og Ísland sæki um aðild á næstu árum. Þess vegna er líklegt að ríki Evrópusambandsins verði í kringum 30 talsins á næstu árum. Íbúar ríkjanna á þessu fjölbreytta menningarsvæði verður rúmur hálfur milljarður og tungumálin verða vel á annan tug.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið