Dulin skattheimta

Skattakrumla ríkisins finnur sér ýmsar leiðir til að hala inn tekjur, aðrar en gegnum beina og óbeina skatta. Tekjuskattar, eignaskattar, hátekjuskattur, fjármagnstekjurskattur, og virðisaukaskattur eru oftast í umræðunni þegar rætt er um skattheimtu ríkissjóðs. Minna er talað um ýmsar aukatekjur ríkissjóðs, rekstrartekjur stofnana og þjónustugjöld, sem þó kom mjög við buddu landsmanna og koma oft fram sem dulin skattheimta. Skattakrumla ríkisins finnur sér ýmsar leiðir til að hala inn tekjur, aðrar en gegnum beina og óbeina skatta. Tekjuskattar, eignaskattar, hátekjuskattur, fjármagnstekjurskattur, og virðisaukaskattur eru oftast í umræðunni þegar rætt er um skattheimtu ríkissjóðs. Minna er talað um ýmsar aukatekjur ríkissjóðs, rekstrartekjur stofnana og þjónustugjöld, sem þó kom mjög við buddu landsmanna og koma oft fram sem dulin skattheimta. Samtals verða þessar tekjur um 25 milljarðar króna á árinu 2004 en voru rúmlega 19 milljarðar á árinu 2001. Stór hluti rekstrartekna eru dráttarvextir, sem áætlaðir eru rúmlega 9 milljarðar á yfirstandandi ári, en óvíst er hve mikið innheimtist af álögðum dráttarvöxtum. Þegar skoðuð er heildarskattheimta ríkissjóðs verður auðvitað að taka með í myndina miklar rekstrartekjur sem ríkissjóður hefur svo og aukatekjur og þjónustugjöld. Fróðlegt er að athuga nokkuð nánar það sem má flokka undir þjónustugjöld og aukatekjur ríkissjóðs. Ríkissjóður seilist þar ansi djúpt í vasa landsmanna.

Gjaldtakan í heilbrigðis- og menntakerfinu
Til þjónustugjalda í ofangreindum rekstrartekjum má telja um 7.3 milljarða króna á árinu 2004 og hafði hækkað um tæp 30% frá árinu 2001 en þá voru þau 5.6 milljarðar króna. Stærsti hluti gjaldtökunnar í þjónustugjöldum er í heilbrigðiskerfinu eða 2.7 milljarðar króna, þar af 2.1 milljarður í komur og rannsóknir hjá sjúkrahúsum og komugjöld ofl hjá heilsugæslustöðvum 523 milljónir króna. Þá eru m.a. ótalin útgjöld heimila til sérfræðinga, sem vaxið hafa gríðarlega á umliðnum árum. Hækkun á innritunargjöldum hafa aukist verulega milli áranna 2001 og 2004 . Innritunargjöld í háskóla jukust á þessu tímabili úr 130 milljónum í 233 milljónir eða um tæp 80% og innritunargjöld í framhaldsskóla jukust úr 98 milljónum í 127 milljónir eða um tæp 30%, en samtals gefa innritunargjöld ríkissjóði á yfirstandandi ári 360 milljónir króna. Gjaldtaka RÚV á árinu verður tæplega 2.3 milljarðar króna og hafa hún aukist um 41% frá árinu 2001.

Gjaldtaka af fjárnámi, nauðungarsölu og gjaldþrotaskiptum
Aukatekjum ríkissjóðs hækkuðu frá árinu 1999 úr 1.033 milljón í 1.402 milljónir á árinu 2002 um 36% á þremur árum.. Þar vega þung dómsmálagjöld og gjöld fyrir fullnustuaðgerðir eins og fjárnám, nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti en samtals nam gjaldtaka vegna þess um 382 milljónum á árinu 1999 en hækkuðu í 686 milljónir á árinu 2002 eða á þremur árum um tæplega 80%. Ríkissjóður virðist því hvergi gefa eftir þegar skattleggja á neyð fólks sem er komið með allt sitt í þrot og lendir með eigur sínar á uppboði.

Vopnaleitargjald, lögreglu- og dómssektir
Drjúg innkoma er vegna lögreglusekta en áætlað er að lögreglusektir gefi 366 milljónir milljónir á þessu ári og dómsektir 137 milljónir. Í yfirliti yfir rekstrartekjur fjárlaga 2003 kemur líka fram að ríkissjóður hafði tekjur af vopnaleitargjaldi upp á 148 milljónir króna sem hækkað hafði um 120% frá árinu 2001 en þá gaf vopnaleitargjald ríkissjóði 67 milljónir króna. Vopnaleitargjaldið er einn af stærstu tekjuliðunum í 2.5 milljarða tekjum sem ríkissjóður hefur á þessu ári vegna hvers kyns prófgjalda, einkaleyfis- , eftirlits- skoðunar- og vottorðsgjalda

Gjaldtaka vegna ökuskírteina og vegabréfa
Athyglisvert er líka að gjaldtaka vegna ökuskírteina og vegabréfa er áætluð 228 milljónir á þessu ári, sem er ekkert annað en skattheimta, því tekjurnar eru langt umfram útgjöld ríkissjóðs af útgáfu vegabréfa og ökuskírteina. Má þar nefna að útgjöld ríkissjóðs vegna vegabréfa og ökuskírteina var 70 milljónir króna á árinu 2000, en heildartekjur sem ríkissjóður fékk í kassann af þeim var 186 milljónir. Best sést hvað hér er um mikla skattheimtu að ræða að á árinu 2000 voru útgjöld ríkissjóðs við hvert ökuskírteini 564 kr. en gjaldtaka ríkissjóðs fyrir hvert ökuskírteini var þá 3000 kr. eða fimmfalt meira heldur en nemur kostnaði við útgáfu ökuskírteinis. Þetta er auðvitað ekkert annan en dulin skattheimta eins og margt annað sem ríkissjóður halar inn gegnum aukatekjur ríkissjóðs.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið