Má bjóða þér að gerast vændiskona?

Um síðustu helgi fóru fram afar athyglisverðar kappræður á milli ungliðahreyfinganna í félagsheimili Gróttu á Seltjarnarnesi. Þar urðu til heldur skrautlegar umræður um málefni á borð við stöðu innflytjenda og framlög ríkis til menntamála. Sú umræða sem vakti hvað mestan múgæsing var án efa deilan um lögleiðingu vændis, eða réttara sagt andstöðu við vændi á Íslandi. Undirrituð var framsögumaður Ungra Jafnaðarmanna í áðurnefndu málefni og er þakklát fyrir að vera treyst fyrir jafn-brothættu málefni eins og vændisumræðan er því margar spurningar vakna er maður veltir málinu fyrir sér. Spurningin um hvort leyfa eigi vændi á Íslandi er nefnilega alls ekki pólitísk – hún er fyrst og fremst siðferðisleg. Sumir vilja e.t.v. ekki viðurkenna mun á þessu tvennu, en það geri ég. Um síðustu helgi fóru fram afar athyglisverðar kappræður á milli ungliðahreyfinganna í félagsheimili Gróttu á Seltjarnarnesi. Þar urðu til heldur skrautlegar umræður um málefni á borð við stöðu innflytjenda og framlög ríkis til menntamála. Sú umræða sem vakti hvað mestan múgæsing var án efa deilan um lögleiðingu vændis, eða réttara sagt andstöðu við vændi á Íslandi. Undirrituð var framsögumaður Ungra Jafnaðarmanna í áðurnefndu málefni og er þakklát fyrir að vera treyst fyrir jafn-brothættu málefni eins og vændisumræðan er því margar spurningar vakna er maður veltir málinu fyrir sér. Spurningin um hvort leyfa eigi vændi á Íslandi er nefnilega alls ekki pólitísk – hún er fyrst og fremst siðferðisleg. Sumir vilja e.t.v. ekki viðurkenna mun á þessu tvennu, en það geri ég.

Sjálfstæðisflokkur vill koma fólki á markað
Skemmst er að segja frá því að allir framsögumenn ungliðahreyfinganna voru á einu máli um skelfilegar afleiðingar löglegs vændis, að framsögumanni SUS undanskildum – að sjálfsögðu. Eins og flestum er eflaust kunnugt þá eru Ungir Jafnaðarmenn andsnúnir lögleiðingu vændis, og sérstaklega var ályktað um þau málefni á síðasta aðalfundi okkar sl. haust. Vildum við m.a. kanna möguleika á að feta í fótspor Svía í þessum efnum, en úrræði þeirra hafa reynst vel þar í landi. Hin svokallaða „sænska leið“ byggist fyrst og fremst á þeirri meginreglu að í stað þess að banna vændi í einu og öllu, sé kaupandi vændisins aðeins sóttur til saka. Með þessari leið er hægt að vernda mörg fórnarlömb mansalsglæpamanna, þar sem þeim yrði gert auðveldara að leita sér hjálpar hjá yfirvöldum, en það hefur reynst mörgum erfitt. Eins og staðan er í dag eru Íslendingar einir Norðurlandaþjóða án þessa lagaákvæðis í sinni löggjöf og ljóst er að breytingar þurfa að verða skjótar.

Sænska leiðin er engin draumalausn, en hún er lausn
Nú segja margir hinsvegar að sænska leiðin hafi alls ekki virkað sem skyldi. Vændiskonur í Svíþjóð eru óöruggar á götum úti því viðskiptin hafa breyst til muna; nú geta þær ekki unnið saman í hópum eins og þær gerðu forðum og „góðum“ kúnnum hefur sömuleiðis fækkað. Þá hafa þær fært viðskipti sín yfir á netið því virk samskipti þeirra á milli eru ekki lengur til staðar, og því eru þær hjálparvana gagnvart ofbeldisfullum viðskiptavinum. Í raun eru þessi rök ekki svo fráleit, því „sænska leiðin“ er alls ekki gallalaus. Það eru til konur sem stunda vændi af fúsum og frjálsum vilja, því vissulega er meira upp úr vændi að hafa en t.a.m. hreingerningarstörfum. Hinsvegar verðum við að velta því fyrir okkur hversu stór hópur fólks selur sig af fúsum og frjálsum vilja, á móti þeim gífurlega fjölda sem er neyddur til starfa af skipulögðum glæpahópum innan eiturlyfjahringja og mansalsmafía.

Staðreyndir? Við höfum staðreyndir!
Framsögumaður SUS veifaði þremur opinberum sænskum skýrslum (sem aðrir framsögumenn náðu þó ekki að líta á) og fullyrti að vændi hefði ekki minnkað í Svíþjóð; öllu heldur væri starfsgreinin orðin hættulegri og „sænsku leiðinni“ hefði aðeins verið þröngvað upp á yfirvöld af femínistahópum og vinstri sinnuðum stjórnmálahreyfingum; „enginn spurði vændiskonurnar álits“. En framsögumanni láðist að tjá sig um góðan árangur í mótspyrnu við mansali, enda eru mansalskaupmenn farnir að forðast Svíþjóð og einbeita sér að öðrum löndum, þ.á.m. Íslandi. Mansal er hér aðalvandamálið. Fórnarlömb þess geta hvergi leitað sér hjálpar séu þau ólöglega stödd í tilteknu landi, og með harðsvíraða glæpamenn á hælum sér. Eins og staðan er í dag eiga fórnarlömb mansals allerfitt með að komast úr þessum vítahring, því engin er löggjöfin til staðar sem verndar þau gegn hættum þess að flýja úr klóm mansalsræningja. Færum við eftir fordæmi Svía væri allt annað uppi á teningnum.

En hvað myndi gerast myndum við lögleiða vændi? Værum við ekki laus við mansalskaupmenn fyrir fullt og allt?
Manni er spurn. Í Ástralíu var gerð heiðarleg tilraun til að uppræta ólöglegan vændismarkað og vændisstarfsemi lögleidd. Afleiðingarnar voru vægast sagt hryllilegar. Vændismarkaðnum óx ásmegin og bæði lögleg og ólögleg starfsemi blómstraði. Eiturlyfjasala margfaldaðist og barnavændi varð algengara en nokkru sinni fyrr. Já, barnavændi. Ég vona svo sannarlega að sjálfstæðismenn séu ekki fylgjandi þess konar starfsemi. Vitað er að í Hollandi, þar sem vændi hefur verið löglegt í þónokkurn tíma, er barnavændi afar algengt og hefur orðið að vaxandi vandamáli í NV-Evrópu. Eins og flestir vita er landið er beinlínis miðstöð vændis í Evrópu og hagstæður vettvangur fyrir mansalskaupmenn. Viljum við gera Reykjavík að Rauða hverfi Norður-Evrópu? Skv. skýrslu SÞ hafa 50-80% vændiskvenna verið misnotaðar kynferðislega í æsku. Ég get því ekki annað en litið á flest vændisfólk sem fórnarlömb.

„Og ef þær geta ekki stundað vændi, þá þurfa þær að fara að illa launuð störf, eins og að skúra!“
Þó við séum á móti vændi, þýðir það ekki að við teljum okkur hæfari til að ákveða hagi annara sem e.t.v. vilja stunda vændi. Það er svo langt frá því að teljast hrokafullt að ætlast til þess að Ísland búi yfir nógu sterku félagskerfi sem getur forðað fólki frá því að leiðast út í vændi vegna fátæktar. Við verðum líka að hugsa út fyrir rammann. Eigum við að virða frelsi annarra til að misnota fórnarlömb kynlífsþrælkunar? Eigum við að búa börnum okkar heimili í samfélagi þar sem mæður þeirra stunda vændi innan veggja heimilisins til að sjá sér farborða? Fyrrnefndur vandi þeirra sem vilja stunda vændi er svo ómerkilegur í samanburði við þolendur kynlífsþrælkunar að umræðan verður strax ómálefnaleg þegar minnst er á konur sem eru neyddar til að vinna við skúringar vegna þess að „sænska leiðin“ gerði starfsumhverfi þeirra óhagstætt.

Við vitum hvað er okkur fyrir bestu. Er það ekki nóg?
Mig langar ekki til að búa í nálægð við ofbeldi, klám, eiturlyfjabrask og kynlífsþrælkun. Við vitum öll að þetta eru fylgifiskar vændis, sama hversu oft sjálfstæðismenn segja okkur að „ofbeldi sé bannað“. Við flýjum ekki vandann með lögleiðingu og við sköpum glæpum ekki hentugt umhverfi. Það má vel vera að suma langi til að stunda vændi sökum þess að skúringar eru fyrir neðan þeirra virðingu, en ég sem þegn þessa lands vil að hér sé öryggi fórnarlamba mansals tryggt. Það er vilji minn og flestra annara, ef taka má mark á fundi síðustu helgar. Því tel ég það vera hroka af hálfu sjáfstæðismanna að virða vilja minn og annara að vettugi. Sjálfstæðismenn eru augljóslega einir í liði hvað varðar lögleiðingu vændis. Barátta okkar mun senn bera ávöxt enda er skýrt að sjálfstæðismenn eru í minnihluta.

Berum virðingu fyrir líkama og sál bágstaddra einstaklinga – Fyrirlítum frelsi til að versla með fórnarlömb!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand