Staðfasta Ísland

Þessa dagana er verið að sýna kvikmynd Michael Moore, Fahrenheit 9/11, en hún hlaut á dögunum Gullpálmana í Cannes fyrir bestu kvikmynd. Í þessar heimildarmynd er tekið á forsetatíð George W. Bush og þá sérstaklega fjallað um hryðjuverkin 9. september 2001, stríðið í Afganistan og stríðið í Írak. Þessa dagana er verið að sýna kvikmynd Michael Moore, Fahrenheit 9/11, en hún hlaut á dögunum Gullpálmana í Cannes fyrir bestu kvikmynd. Í þessar heimildarmynd er tekið á forsetatíð George W. Bush og þá sérstaklega fjallað um hryðjuverkin 9. september 2001, stríðið í Afganistan og stríðið í Írak.

Sannleikurinn er sagna verstur
Michael Moore tekur mjög skýra afstöðu gegn stefnu yfirvalda í Washington og dregur upp mjög dapra mynd af pólitísku ástandi í Bandaríkjunum þar sem forseti í kúrekaleik og vopnaframleiðendavinir hans skipuleggja innrásir morgundagsins með olíugróða í huga. Frásagnarstíllinn er kaldhæðinn og stutt er á milli gamans og alvöru. Það er einmitt þess vegna sem fólki bregður þegar það áttar sig á því að megin uppistaða myndarinnar er samantekt frétta síðustu þriggja ára.

Íslendingar eru bæði viljugir og staðfastir
Það er þó ennþá skrítnara þegar Moore tekur saman hvaða ríki það voru sem studdu Bandaríkin í stríðinu gegn Írak. Hinir staðföstu og viljugu aðdáendur Bush-ríkistjórnarinnar. Þarna eru lönd eins og Marokkó, Holland, Afganistan og svo að sjálfsögðu Ísland. Af hverju Ísland komst á listann yfir ríki stuðningsaðila stríðsins í Írak skilja fáir, ef þá nokkur. Þarna tóku Íslendingar pólitíska afstöðu í stríði sem engin rök voru fyrir, ef það er þá hægt að færa rök fyrir stríði almennt.

Allt í pati í Bandaríkjunum
Þessa dagana er ástandið svart í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn George W Bush hefur tekist að leiða efnahag landsins í þvílíkar ógöngur að annað eins hefur ekki sést síðan í kreppunni miklu. Á sama tíma er ítrekað troðið á mannréttindum í Bandaríkjunum í nafni frelsis og aðgerðum beindum gegn hryðjuverkum, félagslega kerfið er að hruni komið og svo mætti lengi telja.

Hvað gerist í haust?
Það er því ekki annað hægt að gera en að velta því fyrir sér hvernig fari í forsetakosningunum annan nóvember næstkomandi þegar kosið verður um forsetaframbjóðendurna tvo, John Kerry og George Bush. Fari svo að Bush taki sigurinn eins og gerðist svo eftirminnilega í kosningunum fyrir fjórum árum síðan, er fyrirséð að allur heimurinn verði að horfa upp á áframhaldandi krossferð kúrekanna um Mið-Austurlönd í leit að olíu og virðist Súdan ætla að verða næst fyrir valinu. Ef kosningarnar fara þannig að Kerry vinni er ljóst að hann er ekki öfundsverður af því að taka við búinu í Hvíta Húsinu. Þó svo að skipt verði um ríkisstjórn í Bandaríkjunum er ekki þar með sagt að allt breytist í einni svipan því það mun taka langan tíma að endurbyggja efnahaginn og skapa á ný stöðugleika og ró í alþjóðakerfinu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand