Bætum vegina út frá höfuðborginni

Á dögunum bárust þær ánægjulegu fregnir að tekinn hefði verið í notkun ríflega 12 km langur, tvöfaldur vegarkafli á Reykjanesbrautinni. Umferð milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja verður ekki aðeins greiðari fyrir vikið heldur verður hún líka að öllum líkindum miklu öruggari. Fregnum af hörmulegum slysum á þessum slóðum ætti því sem betur fer að fækka. Á dögunum bárust þær ánægjulegu fregnir að tekinn hefði verið í notkun ríflega 12 km langur, tvöfaldur vegarkafli á Reykjanesbrautinni. Umferð milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja verður ekki aðeins greiðari fyrir vikið heldur verður hún líka að öllum líkindum miklu öruggari. Fregnum af hörmulegum slysum á þessum slóðum ætti því sem betur fer að fækka.

Enn er samt mikið verk óunnið. Halda þarf áfram af fullum krafti með breikkun Reykjanesbrautar og ljúka því verki á næstu 2-3 árum. Þetta er vel framkvæmanlegt ef viljinn er fyrir hendi. Sjái fjárveitingavaldið sér ekki unnt að leggja meira fé til vegamála en áformað hefur verið ætti að reynast hægðarleikur að breyta forgangsröðun vegaframkvæmda og setja Reykjanesbraut efst á blað.

Þegar vegurinn til Keflavíkur verður svo orðinn öruggur og góður þarf að taka til við næstu verk sem eru annars vegar breikkun Suðurlandsvegar austur fyrir Selfoss og hins vegar endurbætur á Vesturlandsvegi, að minnsta kosti upp í Borgarnes.

Með því að bæta vegina sem liggja út frá Reykjavík styrkjum við ekki aðeins tengsl höfuðborgar og landsbyggðar, heldur stóreflum við líka umferðaröryggi og afstýrum mörgum skelfilegum slysum. Algjör þjóðarsátt ætti því að geta tekist um að stefna að því að aðalvegirnir sem liggja út frá Stór-Reykjavíkursvæðinu verði orðnir fyrsta flokks innan 10-15 ára.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand