Í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum

Í byrjun nóvember verður gengið til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Bush og Kerry bítast þá um kjörmenn í 50 fylkjum Bandaríkjanna, auk höfuðborgarinnar Washington D.C. Kjörmennirnir eru eðlilega langflestir í fjölmennustu ríkjunum, til að mynda 55 í Kaliforníu og 34 í Texas. Fæstir eru þeir í fámennustu fylkjunum, en verða þó aldrei færri en 3. Meðal þeirra ríkja sem hafa lágmarksfjölda kjörmanna eru til dæmis Wyoming og Vermont. Í byrjun nóvember verður gengið til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Bush og Kerry bítast þá um kjörmenn í 50 fylkjum Bandaríkjanna, auk höfuðborgarinnar Washington D.C. Kjörmennirnir eru eðlilega langflestir í fjölmennustu ríkjunum, til að mynda 55 í Kaliforníu og 34 í Texas. Fæstir eru þeir í fámennustu fylkjunum, en verða þó aldrei færri en 3. Meðal þeirra ríkja sem hafa lágmarksfjölda kjörmanna eru til dæmis Wyoming og Vermont.

Sigurvegari hvers fylkis hlýtur alla kjörmenn þess
Sú regla gildir víðast hvar að sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í fylki hreppir alla kjörmenn þess. Þannig hlaut George W. Bush til dæmis alla kjörmenn Flórídafylkis árið 2000, sem voru þá 25 talsins, þótt hann hefði aðeins fengið 0,01 prósentustigs meira fylgi þar en Al Gore. Í Maine og Nebraska gilda eilítið aðrar reglur, en þær leiða þó oftast til sömu niðurstöðu.

Breytingar á kjörmannakerfi líklega Bush í hag
Nýtt manntal í Bandaríkjunum hefur gert það að verkum að breytingar hafa orðið á fjölda kjörmanna í einstökum ríkjum frá síðustu forsetakosningum. Er almennt talið að þessar breytingar komi repúblikönum til góða. Þeirri fullyrðingu til stuðnings benda menn á að ef nýju reglurnar hefðu gilt síðast, hefði Bush fengið 278 kjörmenn í stað 271 og Gore 260 í stað þeirra 267 sem áttu með réttu að fylgja honum að málum (einn þeirra gerði það reyndar ekki). Í síðustu kosningum hefði það þannig dugað demókrötum til sigurs að vinna hvaða fylki sem var til viðbótar en nú nægir það ekki. Ef Kerry héldi öllum ríkjunum sem Gore vann síðast og ynni bæði New Hampshire og West Virginia að auki, myndi það til dæmis að öllum líkindum ekki fleyta honum alla leið.

Úrslitin ráðast hugsanlega aftur í Sólskinsríkinu
Því er nokkuð ljóst að ef kosningarnar verða eins jafnar og skoðanakannanir gefa nú til kynna, þá munu úrslitin ráðast í þeim fjölmennu fylkjum sem er ekki nokkurn veginn fyrirfram gefið hvorum megin muni falla. Helst er litið til Flórída og Ohio í þessu sambandi. Vinni Kerry sigur í öðru hvoru þessara fylkja má telja sigurlíkur hans nokkuð góðar. Að sama skapi verður Bush helst að halda báðum fylkjunum, ætli hann sér að vera í þægilegri stöðu. Rétt er þó að taka fram að margt getur enn breyst fram að kosningum og grundvöllur þessara spádóma þar með hrunið.

Sá sem fær flest atkvæði getur tapað
Af framansögðu má samt ráða að niðurstöður skoðanakannana um fylgi á landsvísu segja aðeins hálfa söguna þar sem svo getur vel farið að sá frambjóðandi sem fær flesta kjörmenn hafi ekki fengið flest atkvæði. Svo gerðist til dæmis árið 2000 – Gore fékk tæplega 544 þúsund fleiri atkvæði þá en Bush í öllum Bandaríkjunum.

Frekari fróðleikur
Þeim sem hafa gaman af að velta þessu frekar fyrir sér er bent á síðuna uselectionatlas.org þar sem meðal annars er hægt að leika sér í kjörmannareiknivél. Einnig er þar hægt að fylgjast með þeim skoðanakönnunum sem gerðar eru um fylgi frambjóðenda.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand