Sól í straumi?

Nú hafa rúmlega 25% atkvæðabærra manna skrifað undir áskorun þess efnis að teknar verði upp að nýju upp viðræður um stækkun álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík í Hafnarfirði og íbúakosning haldin um málið, aftur.

Nú hafa íbúar í Hafnarfirði, nánar tiltekið rúmlega 25% atkvæðabærra manna skrifað undir áskorun þess efnis að teknar verði upp að nýju upp viðræður um stækkun álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík í Hafnarfirði og íbúakosning haldin um málið, aftur.
Vissulega má líta þannig á málið að nú horfi málið allt öðru vísi við, nú er framboð af atvinnu minna en eftirspurn er enn nóg. Ljóst er að stækkun álversins myndi skapa fjölda starfa og oft var þörf, en nú er nauðsyn. Auk þess myndi stækkun hafa í för með sér mikinn fjárhagslegan ávinning fyrir sveitarfélagið sem er í erfiðri fjárhagslegri stöðu.
En eins og ævinlega þegar umdeild mál sem þessi eru til umræðu eru tvær hliðar á peningnum. Fjárhagslega hliðin virðist styðja stækkun en svo er það hin hliðin, sjónarhorn umhverfisverndarsinna.
Umræða um framkvæmdir af þessarri stærðargráðu, hvort sem um er að ræða álver eða virkjanir hefur undirrituðum alltaf þótt vera á skrítnu plani, fólk hópast gjarnan í tvær fylkingar. Annar hópurinn er fylgjandi, alltaf, alls staðar. Hinn hópurinn á móti, alltaf, alls staðar. Það þykir greinarhöfundi skrítið.
Lýðræðishlið málsins er líka sérkennileg en mikilvæg. Annars vegar þykir þeim sem vilja stækkun í dag útséð með það að með breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu hafi skapast grundvöllur fyrir því að kjósa aftur um málið.
Hins vegar horfa þeir sem kusu á móti og eru enn á móti öðrum augum á málið, þeim þykir lítið gert úr atkvæði þeirra og lýðræðinu sent langt nef með því að kjósa aftur um málið. Einn helsti galli samþykkta Hafnarfjarðar er sá að ef kosið erum mál sem þetta, má kjósa aftur og aftur svo fremi það sé fellt. Sé það hins vegar samþykkt verður ekki aftur kosið.
„Virðulegi forseti. Álverið rísi“ – Ásgeir Hannes Eiríksson á Alþingi í mars 1991.
Undirritaður leggur til að álverið í Straumsvík verði stækkað eins fljótt og kostur er.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand