Sjálfstæðisflokkur lánar Framsókn fyrir banka, og öfugt!

Það virðist vera koma betur og betur í ljós hversu mikil áhrif einkavæðingaferli íslensku viðskiptabankanna hefur haft á hið mikla hrun sem átti sér stað hér á landi.

Það virðist vera koma betur og betur í ljós hversu mikil áhrif einkavæðingaferli íslensku viðskiptabankanna hefur haft á hið mikla hrun sem átti sér stað hér á landi.

Sólon Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans, kom með STÓRA bombu inn í alla umræðu um bankahrunið í vikunni, þegar hann upplýsti að hann hefði verið beittur miklum þrýstingi af Halldóri J. Kristjánssyni, þáverandi og nú fyrrum bankastjóra Landsbankans, um að lána Björgólfsfeðgum fyrir kaupum á Landsbankanum. Eins og kunnugt er hefur Arion banki nú stefnt þeim feðgum vegna þessa ógreidda láns (Arion banki stefnir Björgólfi Thor) sem nú stendur í 6 milljörðum kr.

Skv. fréttum RÚV (Vildi ekki lána Björgólfsfeðgum) kveðst Sólon ekki hafa viljað lána Björgólfsfeðgum árið 2003, en Halldór lagt á það mikla áherslu enda hann nýbúinn að veita S-hópnum lán til að kaupa Búnaðarbankann!

Eins og allir vita var Kjartan Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins til ársins 2007, í bankaráði Landsbankans á þessum tíma og allt fram að hruni bankans. Má e.t.v. geta sér til um hvort hann hafi ekki staðið yfir Halldóri þegar þetta símtal átti sér stað. Eftir stendur enn betri birtingarmynd þess helmingaskipta-samkomulags sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn áttu með sér í gegnum allt einkavæðingarferli íslensku bankanna!

Í þessu samhengi má líka rifja upp styrkjamálið mikla í kringum Landsbankann og Sjálfstæðisflokkinn, 30 milljónirnar, sem Kjartan vissi allt um:
Kjartan sagði ósatt ef marka má orð Bjarna
Telur að Kjartan hafi vitað af risastyrkjum
Kjartan Gunnarsson fer undan í flæmingi

Að lokum skulu vinstri menn ekki gleyma að halda á lofti þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn nafngreint þá sem styrktu skrifstofu flokksins um 330 milljónir á árunum 2002-2006. Að sama skapi virðist nokkuð ljóst að fjölmiðlar hafa engan áhuga á að leita svara hjá Hönnu Birnu, borgarstjóra, sem á þessum árum var aðstoðarmaður Kjartans, né fylgja eftir því loforði Sjálfstæðisflokksins að endurgreiða ofurstyrkina tvo frá FL-Group og Landsbankanum (sjá Styrkjamál Sjálfstæðisflokksins í hnotskurn).

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand