Sögulegt

rikisstjornLEIÐARI Merkilegt. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur mælst í hverri einustu könnun, sem birst hefur á valdatíma hennar, með hreinan meirihluta á þingi.

rikisstjornLEIÐARI Merkilegt. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur mælst í hverri einustu könnun, sem birst hefur á valdatíma hennar, með hreinan meirihluta á þingi. Þá er mér ekki síður merkilegt að þessi sama minnihlutastjórn skuli mælast í nýjustu Gallup könnuninni með 38 þingmenn. Rúm 64% þjóðarinnar vilja helst núverandi stjórnarmynstur eftir kosningar. Vinstri-flokkarnir slaga langt í ofurmeirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í síðustu ríkisstjórn.

Þetta er allt mjög sögulegt, ef svo fer sem horfir. Það er líka merkilegt að hugsa til þess að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur gætu fengið minna en 50% atkvæða í þingkosningum. Það hefur aldrei gerst. Þessir flokkar hafa alltaf haft þingstyrk til að mynda meirihlutastjórn á lýðveldistímanum. Alltaf.

Það eru 30 ár síðan Alþýðuflokkur var einn í minnihlutastjórn. Þá var stjórnarkreppa og Jóhanna Sigurðardóttir var nýkjörinn þingmaður. Í þeirri stjórnarkreppu fékk Steingrímur Hermannsson stjórnarmyndunarumboðið í tvígang. Hann vildi „allt nema íhaldið.“ Hann þyrsti í vinstri-stjórn. Þá voru deilur milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem komu í veg fyrir vinstri stjórn og ekki leystist úr kreppunni fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn.

Árið 2007 var félagshyggjustjórn í spilunum. Það sögulega tækifæri eyðilögðu Steingrímur og Ögmundur. Af sinni alkunnu pólitísku kænsku hjóluðu þeir í maddömuna daginn eftir kosningar, þegar Framsókn stóð hvað veikast. Það var engin leið að mynda vinstri-stjórn eftir síðustu kosningar, þökk sé VG.

Samfylkingin mun leiða næstu ríkisstjórn, hvort heldur tveggja eða þriggja flokka stjórn. Samfylkingin á ekki að pönkast í veikburða maddömunni til að fóðra eigin egó eða til að sýnast mikil fyrir hinum flokkunum í þinghúsinu. Það getur vel verið að Samfylkingin þurfi á Framsóknarflokknum að halda eftir næstu kosningar. Ekki bara til að mynda hér starfhæfa ríkisstjórn í landinu heldur líka til að leiða til lykta mikilvægasta hagsmunamáli þjóðarinnar: aðild að ESB.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand