Kosningapakkar sem geta aldrei orðið

korterLEIÐARI Orðatiltækið korter í kosningar er eitthvað svo útjaskað en þó er það nákvæmlega það orðatiltæki sem hér þarf að nota. Það korter í kosningar sem nú er um ritað tengist gylliboðum og trixum stjórnmálaflokka rétt fyrir kosningar sem í ár birtist í formi 20% niðurfellingar á skuldum landsmanna og fyrirtækja.

korterLEIÐARI Orðatiltækið korter í kosningar er eitthvað svo útjaskað en þó er það nákvæmlega það orðatiltæki sem hér þarf að nota. Það korter í kosningar sem nú er um ritað tengist gylliboðum og trixum stjórnmálaflokka rétt fyrir kosningar sem í ár birtist í formi 20% niðurfellingar á skuldum landsmanna og fyrirtækja. Þetta hljómar svo ótrúlega vel! Og kitlar svo rækilega þau 78.000 heimili landsins sem sitja uppi með 1.300 milljarða skuldir skv. Fréttablaðinu 18. mars.

Framsóknarflokkurinn sló hugmyndinni um 20% niðurfellingu skulda fyrst fram og undir tók Sjálfstæðismaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson. Ríkisstjórn, Alþjóðagjaldeyrissjóður, sem og lið hagfræðinga er á móti hugmyndinni þar sem hún myndi ekki hjálpa nægilega þeim Íslendingum sem eru verst settir og kostaði ríkissjóð fúlgur – ríkissjóð sem á í fullu fangi með að standa skil á ICE-save skuldum. Stjórnarandstaða daðrar þannig áfram við flatan niðurskurð, í örvæntingarfullri atkvæðasöfnun, meðan þeir sem bera ábyrgð á ríkisstjórn og þjóðarhag minna á að ekki sé hægt að láta skuldir hverfa, ríkið þurfi á endanum á greiða þær og brýnast sé að hjálpa og styðja við þá sem verst eru settir.

Það að veifa pakka framan í kjósendur rétt fyrir kjördag og hrópa að hægt sé að láta 20% skuldir þeirra hverfa er í hæsta máta óábyrgt. En það vita stjórnarandstöðuflokkar mæta vel. Vandamálið er það að þeir sem ekki sitja á valdastólum nú þegar kosið er, geta sagt hvað sem er. Og munu segja hvað sem er, lofa hverju sem er, svo lengi sem Íslendingar eru tilbúnir til þess að veita þeim atkvæði og brautargengi í komandi kosningum. Það er í eðli stjórnmálaflokka að svífast einskis fyrir atkvæði kjósenda. Þá stendur eftir sú ömurlega staðreynd að allir flokkar munu reyna að blekkja okkur með fögrum orðum og útópískri sýn á framtíðina sem gæti aldrei orðið að veruleika. Því er það í höndum okkar kjósenda að sjá í gegnum bellibrögð og ódýr kosningaloforð sem enginn flokkur getur með góðri samvisku staðið við eftir kjördag. Verum því á varðbergi, spyrjum spurninga og verum gagnrýnin. Ábyrgir kjósendur sem láta ekki glepjast af gylliboðum eru eini sénsinn fyrir þetta land!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand