Sófakynslóðin staðin upp

,,Það geta allir verið sammála því hversu óskynsamlegt er segja að mótmæli stríði gegn lýðræði, en færri hafa fjallað um það hvernig skilningur og heilindi menntaskólanema var fótum troðinn“. Segir Eva Bjarnadóttir framkvæmdarstjóri Ungra jafnaðarmanna. Undanfarnar vikur hafa verið viðburðarríkar hjá ungliðum Samfylkingarinnar. Ungir jafnaðarmenn (UJ) tóku höndum saman með ungliðhreyfingum Vinstri grænna og Framsóknarflokksins og gáfu út sameiginlega yfirlýsingu sem lýsti óánægju með myndun nýs meirihluta, óstarfhæfs í Reykjavík og borgarbúar hvattir til þess að mótmæla við ráðhúsið. Mótmælin heppnuðust vel og mættu fleiri en djörfustu menn þorðu að vona. Samstarfið milli hreyfinganna reyndist skemmtilegt og mikilvægt var að finna samstöðuna sem myndaðist milli þeirra og milli Reykvíkinga.

Í kjölfar mótmælanna fussuðu ýmsir álitsgjafar og ritstjórar yfir yfirgangi Reykvíkinga. Þeir hafi brotið gegn fundarsköpum og talað dónalega í viðveru heilagra kúa borgarstjórnar. Það sem vakti þó mesta athygli ungmenna var orðræða þeirra sem mest hneyksluðust. Það geta allir verið sammála því hversu óskynsamlegt er segja að mótmæli stríði gegn lýðræði, en færri hafa fjallað um það hvernig skilningur og heilindi menntaskólanema var fótum troðinn. Sjálfstæðismenn, svonefndir álitsgjafar og ritstjórar helstu dagblaða á Íslandi mátu stöðuna þannig að ef ungt fólk mótmælti væru mótmælin ekki marktæk.

Aukinheldur þótti Sjálfstæðismönnum augljóst að fólki hafi ekki verið sjálfrátt, þar sem að kennari í þriðja bekk í MR gaf tuttugu nemendum sínum frí til að mæta á mótmælin. Talað hefur verið niður til menntaskólanema, þeir gerðir að ógildum borgurum sem eigi ekki að hafa skoðun á samfélagi sínu. Á sama tíma er kvartað undan sófakynslóðinni. Eins gott að allir þeir sem stunda nú nám í framhaldsskólum landsins verða með kosningarétt í næstu borgarstjórnarkosningum.

Í kjölfar atburðanna í ráðhúsi Reykjavíkur skráðu margir sig í UJ. Meðbyrinn er skýr og nýlega tóku til starfa átta fjölmennar málefnanefndir UJ. Þar gefst fólki kostur á að dýpka skilning sinn á hagsmunamálum og stjórnmálalegum hugðarefnum, taka þátt og vera hluti af öflugustu ungliðahreyfingu landsins. Hafnfirðungum gefst færi á að sækja stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar  í febrúar, en skipulagning skólans er nú í höndum UJ.

Það má segja að sófakynslóðin sé staðin upp og framundan sé spennandi ár ungra jafnaðarmanna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand