,,Lýðræðið er nefnilega flóknara en að gera hlutina af því maður getur það. Í þessu tilfelli var engin málefnaleg ástæða til að skapa frekari óreiðu í stjórn borgarinnar en sjálfstæðismenn höfðu þegar gert fyrir þremur mánuðum“. Segir Anna Pála Sverrisdóttir formaður Ungra jafnaðarmanna
Á fimmtudaginn streymdu mörg hundruð manns að Ráðhúsi Reykjavíkur til að taka virkan þátt í lýðræðinu. Mikill meirihluti gestanna var mættur til að mótmæla myndun nýs meirihluta. Krafan var að hætt yrði við þar sem nýi meirihlutinn væri óstarfhæfur og myndaður á kolröngum forsendum.
Það sem skiptir mestu máli varðandi
Borgarbúum er misboðið og 75% þeirra eru á móti nýja meirihlutanum. Þess vegna mættu svo margir og mótmæltu. Fulltrúar almennings fóru sögulega illa með valdið sem umbjóðendurnir fólu þeim. Þá er ekki nóg að skrifa í Velvakanda. Mótmælin fóru vel fram en athyglisvert er að í stað þess að fagna nýjum meirihluta kjósa stuðningsmenn þeirra sem standa að honum að einbeita sér að mótmælunum. Í stöðunni núna er ekki annað að gera en halda áfram uppi kröftugri andstöðu þess sem hefur betri málstað að verja. Þetta gildir jafnt fyrir okkur sem
Greinin birtist í fréttablaðinu í gær, 28. janúar 2008