Snæfríður – UJ á Akranesi

Ný stjórn er tekin við á Akranesi. Á aðalfundi á laugardag var Ásdís Sigtryggsdóttir kjörin formaður félagsins. Samkvæmt venju var félagið nefnt eftir íslenskri bókmenntapersónu og hlaut það nafnið Snæfríður – ungir jafnaðarmenn á Akranesi.

Ný stjórn er tekin við á Akranesi. Á aðalfundi á laugardag var Ásdís Sigtryggsdóttir kjörin formaður félagsins. Samkvæmt venju var félagið nefnt eftir íslenskri bókmenntapersónu og hlaut það nafnið Snæfríður – ungir jafnaðarmenn á Akranesi.

Góðir gestir mættu á fundinn. Guðbjartur Hannesson, þingmaður hélt erindi og Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri Rauða Krossins á Akranesi fjallaði um aðkomu Alþjóða Rauða krossins á Gaza. Í kjölfarið voru stjórnmálaumræður um ástandið  í Ísrael og Palestínu.

Að aðalfundi loknum fundaði miðstjórn UJ, en henni er skylt að funda annan hvern mánuð utan höfuðborgarsvæðisins.

Ný stjórn Snæfríðar – ungra jafnaðarmanna á Akranesi:

Ásdís Sigtryggsdóttir, formaður
Hjalti Heiðar Jónsson, varaformaður
Vésteinn Sveinsson, gjaldkeri
Agla Harðardóttir, ritari
Harpa Jónsdóttir, meðstjórnandi
Bergþóra Sveinsdóttir, meðstjórnandi

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand