Algjört teknó

LEIÐARI Langveik börn og aldraðir fá ásamt fleirum að kenna á tæknihyggju sem notuð er til að réttlæta nýtilkomin innlagnargjöld á sjúkrahús á Íslandi. Sumir jafnaðarmenn, teknókratar, hafa meira að segja tileinkað sér röksemdafærsluna sem gengur út á að án innlagnargjalda hafi orðið til hvati um að fólk væri lagt inn frekar en útskrifað heim og dýrari rannsóknir hafi orðið fyrir valinu en ella.

LEIÐARI Langveik börn og aldraðir fá ásamt fleirum að kenna á tæknihyggju sem notuð er til að réttlæta nýtilkomin innlagnargjöld á sjúkrahús á Íslandi. Sumir jafnaðarmenn, teknókratar, hafa meira að segja tileinkað sér röksemdafærsluna sem gengur út á að án innlagnargjalda hafi orðið til hvati um að fólk væri lagt inn frekar en útskrifað heim og dýrari rannsóknir hafi orðið fyrir valinu en ella.

Ekki skal þrætt fyrir að skipulag gjaldtökunnar var vissulega óheppilegt fyrir – þegar sjúklingar þurftu jafnvel að borga háar fjárupphæðir fyrir heilbrigðisþjónustu kæmi ekki til innlagnar. Það réttlætir hins vegar ekki innlagnargjöld sem slík, nær hefði verið að leiðrétta það misræmi sem í gjaldtökunni fólst fyrir þá sjúklinga sem ekki voru lagðir inn.

Við slíka endurskoðun á ekki að einblína á tæknilegar útfærslur og afleiðingar gjaldtöku sem þegar er í gildi heldur leita leiða til þess að finna henni sanngjarnari farveg með það fyrir augum að verja þá hópa sem standa höllustum fæti.

Það gefur auga leið að innlagnargjöld bitna harðast á þeim hópi samfélagsþegna sem síst skyldi – þeim sem þurfa ítrekað að leggjast inn á sjúkrahús. Jafnaðarmönnum ber skylda til þess að standa vörð um þá hópa en týna sér ekki í teknóbulli.

Myndin er fengin af heimasíðu Landspítala.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand