Betra kerfi – betri dómarar

LEIÐARI Umboðsmaður Alþingis sendi fyrir nokkrum dögum frá sér álit þar sem verulegar athugasemdir voru gerðar við hvernig Árni Matthiesen, settur dómsmálaráðherra, stóð að skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara á Akureyri.

LEIÐARI Umboðsmaður Alþingis sendi fyrir nokkrum dögum frá sér álit þar sem verulegar athugasemdir voru gerðar við hvernig Árni Matthiesen, settur dómsmálaráðherra, stóð að skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara á Akureyri. Það er reyndar ekkert nýtt við að skipanir ráðherra Sjálfstæðisflokksins í dómaraembætti séu umdeildar. Síðustu árin hafa hinir ólíklegust ættingar og vinir ráðamanna í Sjálfstæðisflokknum endað á undraverðan hátt í dómaraembætti. Og það þrátt fyrir að allir settu dómsmálaráðherrarnir fullyrði að hér sé “faglega” staðið að ráðningum. Almenningur hefur verið nokkuð vantrúaður á allar þessar tilviljanir og hafa komið fram háværar ásakanir um spillingu í formi vinargreiða og frændsemi.

Það er alveg ljóst að á núverandi fyrirkomulag við skipun dómara er skelfilega slæmt. Þau vinnubrögð sem dómsmálaráðherrar, settir eða ekki, hafa stundað undanfarin ár hafa grafið verulega undan trausti almennings á dómskerfinu. Við svo búið má ekki sitja.

Það er eðlileg og lýðræðisleg krafa að tilnefningar dómsmálráðherra í dómaraembætti verði bornar undir Alþingi til samþykktar, og ekki yrði óeðlilegt að gera kröfu um að aukinn meirihluta þyrfti á Alþingi til að staðfesta þessar skipanir.

Sjálfstæðismenn hafa viljað meina að yrði þessi háttur hafður á skipun dómara hér á landi yrðu þær um leið “pólitískari”. Til að reyna að færa rök fyrir máli sínu hafa sumir þeirra, t.d. Birgir Ármannsson, bent á þær deilur sem orðið hafa um skipanir á dómurum í Bandaríkjunum. Þessi furðurök á að slá út af borðinu sem hið argasta bull. Þær deilur sem hafa orðið um dómaraskipanir í Bandaríkjunum hafa ekki orðið vegna þess að öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta þá sem forsetinn tilnefnir, heldur hafa þær orðið þrátt fyrir þetta fyrirkomulag.

Heldur einhver sem fylgst hefur með bandarískri þjóðmálaumræðu að meiri sátt væri um hæstarétt Bandaríkjanna ef að Bush hefði fengið að skipa hvern sem hann vildi í þetta starf? Hefði hæstiréttur Bandaríkjanna orðið minna pólitískur hefði Bush getað skipað hina óhæfu Harriet Miers og hinn óviðfeldna Alberto Gonzales í embætti hæstaréttardómara? Auðvitað ekki.

Nei, jafnaðarmenn vita sem er að þetta er einungis fyrirsláttur. Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei beita sér fyrir því að breyta þessu fyrirkomulagi. Það hefur reynst þeim of vel í gegnum tíðina. Það fellur þess vegna á Samfylkinguna að beita sér fyrir því að breyta þessu.

Þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu gagnrýndi hún harkalega þær óeðlilegu embættisveitingar sem tíðkuðust í tíð síðustu ríkisstjórnar. Núna er Samfylkingin í aðstöðu til þess að hafa áhrif á þau hvernig staðið er að embættisveitingum og það er skylda hennar að nýta sér það tækifæri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand