Skýr skilaboð til framhaldsskólanemenda í Reykjavík

Á dögunum vakti Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, athygli á þeim gífurlega húsnæðisvanda sem margir menntaskólar í Reykjavík standa frammi fyrir. Uppbygging menntabygginga ýmis konar á landsbyggðinni er gróskumikil og enginn virðist sparnaður vera í þeim efnum, því á meðan Norðlendingar eignast nýjar sundlaugar og heimavistir, þurfa nemendur á Mölinni að búa miður afleitan húsakost. Á dögunum vakti Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, athygli á þeim gífurlega húsnæðisvanda sem margir menntaskólar í Reykjavík standa frammi fyrir. Uppbygging menntabygginga ýmis konar á landsbyggðinni er gróskumikil og enginn virðist sparnaður vera í þeim efnum, því á meðan Norðlendingar eignast nýjar sundlaugar og heimavistir, þurfa nemendur á Mölinni að búa miður afleitan húsakost.

Samkvæmt námsskrá framhaldsskólanna er framhaldsskólanemum skylt að stunda líkamsrækt vegum sinna skóla. Hafi nemandi ekki lokið 8 eininga líkamsræktarnámi, lýkur hann þ.a.l. ekki stúdentsprófi. Réttlæting skyldulíkamsræktar á framhaldsskólastigi er umdeilanleg út af fyrir sig. Það er þó deginum ljósara, að nemendur á ekki að vanrækja á þann hátt sem stjórnvöld hafa gerst í áraraðir. Það er nefnilega ekki ásættanleg aðstaða til íþróttaiðkunar í öllum menntaskólum!

Ef þér þú ert kulvís íþróttamaður, ekki þá fara í MH eða MR!
Menntaskólinn við Hamrahlíð er rótgróin menntastofnun og með fjölmennustu skólum landsins. Stærð skólans er slík að nú eru skólastofur yfirleitt ofhlaðnar nemendum og notast er við útiskúra til kennslu. Þar er yfirleitt jökulkalt og nær ókennsluhæft yfir hörðustu vetrarmánuðina.

Eins og í öðrum skólum er nemendum þar á bæ skylt að stunda vikulega líkamsrækt. Þar er þó aðstaða til slíkrar iðkunar engin. Frá stofnun skólans árið 1966, hefur staðið til byggingar íþróttahúss. Forgangsröðun yfirvalda hefur þó einkennst af óforskammaðri ósvífni í garð nemenda og kennara við Hamrahlíðarskóla. Ekki lítur út fyrir að íþróttahús verði byggt í nánustu framtíð, ef yfirvöld taka ekki í taumana. Þangað til verða nemendur MH að sleppa sturtuferðum eftir jógatíma, eða troða sér í sturtuklefa Hlíðaskóla innan um 6 ára börn eftir enn einn útihlaupstímann í 8 stiga frosti.

Svipaða sögu má segja af Menntaskólanum í Reykjavík. Nemendur þar á bæ hafa aðgang að íþróttahúsi, ef íþróttahús skyldi kalla. Íþróttasalinn má frekar kalla ,,Íþróttaherbergi” sökum hlægilegrar smæðar og lofthæðin kolólögleg. Nemendur beygja sig undir sturtuhausana og vona að loftið hrynji ekki áður en þau geta klætt sig í föt. Léleg íþróttaaðstaða er þó e.t.v. illskárri en aðstöðuleysi Hamrahlíðar.

Og þetta er ekki allt…
Slæm íþróttaaðstaða er aðeins dropi í hafsjó þegar kemur að slæmu húsnæðisástandi eldri framhaldsskóla í Reykjavík. Kvennaskólinn og Menntaskólinn við Sund búa einnig við kröpp kjör og kennsluhúsnæði er af skornum skammti. Nú stendur þó til að byggja nýjan framhaldsskóla við Mjódd og mun það vonandi bæta úr húsnæðisvanda að einhverju leyti.

Menntamálaráðherra Norðurlands
En hvernig geta yfirvöld útskýrt endalaust fjárstreymi til uppbyggingar menntastofnanna á landsbyggðinni á meðan höfuðborgarbúar búa við kröpp kjör? Menntamálaráðherra bendir á borgaryfirvöld í þessum málum og segir þau hafa hafnað tillögum í þessum málum. Staðreyndin er þó sú, að Ríkið hefur m.a. aðstoðað Akureyringa og nærsveitunga þeirra í ýmsum uppbyggingum. Þá má nefna nýja sundlaug Framhaldsskólans á Laugum, glænýja heimavist Menntaskólans á Akureyri auk nýrrar skólabyggingar og svo mætti lengi telja. Án þess að gera lítið úr þörf Norðanmanna á endurnýjun sinna bygginga, verður þó þessi forgangsröðun yfirvalda að teljast nokkuð varhugaverð.

Áskorun!
Þessi vanvirðing á nemendum og ekki síst starfsmönnum skólanna getur ekki haldið áfram mikið lengur. Við skorum yfirvöld (Menntamálaráðherra og borgarstjórn) til að mynda langtímaáætlun í lausn á þessum skammarlega húsnæðisvanda. Byggðastefna sem þessi getur nefnilega gengið of langt þegar hún bitnar svo stórlega á höfuðborgarbúum. Ekki vilja yfirvöld að skólafólk flytjist norður, eða hvað?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið