Mikilvægi varnarliðsins

Það er því ástæða til að hvetja íslensk stjórnvöld til að leggja sig fram um að ná hagstæðum samningum við Bandaríkjamenn um þessi málefni. Takmarkalaus undirgefni íslenskra stjórnvalda við Bandaríkjamenn í Íraksstríðinu ætti að vera olía á núningsfleti í komandi viðræðum. Fregnir hafa borist af því að hingað sé væntanlegur aðstoðarráðherra í ríkisstjórn George Bush, Bandaríkjaforseta, til að ræða við íslensk stjórnvöld um framtíð varnarsamningsins.

Yfirlýsingar Rumsfeld
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að draga skuli úr loftvörnum Bandaríkjanna í Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Ef dregið verður úr loftvörnum hér á landi mun það hafa í för með sér að herþotur varnarliðsins verða fluttar af landi brott. Með þotunum hverfur þyrlusveitin og þar með obbinn af varnarliðinu.

Lífæð Suðurnesja
Varnarliðið er og hefur verið síðastliðna áratugi lífæð Suðurnesja. Mörg hundruð fjölskyldur í sveitarfélögunum á Suðurnesjum hafa beint eða óbeint lífsviðurværi sitt af þjónustu við varnarliðið. Ef varnarliðið hyrfi af landi brott stæði stór hluti vinnufærra manna eftir atvinnulaus á Suðurnesjum. Er ekki á það bætandi eftir þau áföll sem byggðirnar á Reykjanesi, líkt og t.d. Sandgerði og Hafnir, urðu fyrir þegar útgerðin lagðist af á þessum stöðum.

Óbætanlegt tjón
Það yrði því óbætanlegt tjón fyrir atvinnulíf og þar með lífsviðurværi íbúa á Suðurnesjum ef niðurstöður þeirra viðræðna sem nú fara í hönd yrðu að dregið verði úr umsvifum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Það er því ástæða til að hvetja íslensk stjórnvöld til að leggja sig fram um að ná hagstæðum samningum við Bandaríkjamenn um þessi málefni. Takmarkalaus undirgefni íslenskra stjórnvalda við Bandaríkjamenn í Íraksstríðinu ætti að vera olía á núningsfleti í komandi viðræðum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand