Af helgum mönnum

„Nú þegar páskarnir, helgasta hátíð kristinna manna gengur í garð, sér Samfylkingin ástæðu til að fara gegn forsætisráðherra með dylgjum og hálfkveðnum vísum í þeim tilgangi að smána hann“. Eitthvað á þessa leið hóf þingmaður Sjálfstæðisflokksins umræðu í Kastljósi Sjónvarpsins kvöldið fyrir skírdag. „Nú þegar páskarnir, helgasta hátíð kristinna manna gengur í garð, sér Samfylkingin ástæðu til að fara gegn forsætisráðherra með dylgjum og hálfkveðnum vísum í þeim tilgangi að smána hann“. Eitthvað á þessa leið hóf þingmaður Sjálfstæðisflokksins umræðu í Kastljósi Sjónvarpsins kvöldið fyrir skírdag.

Mikil vandlæting kemur fram í þessum hugsunarhætti, sem endurspeglar þá skoðun að enginn sé raunverulega kristinn nema hann sé í Sjálfstæðisflokknum. Í þessum orðum kemur líka fram ákveðin dómharka og langt í frá kristilegt umburðarlyndi. “Vinstri menn nota dagana rétt fyrir mestu hátíð kristinna manna í það að vera vondir við Davíð.” Og hver getur svo dæmt um það? Auðvitað þingmenn Sjálfstæðisflokksins af því að þeir eru svo kristnir.

Það getur verið vandi að lesa inn í orð annarra og einnig að lesa á milli lína í texta. Því vakna spurningar um það, hvað málshefjandi Kalstljóssins var að fara. Var hún að líkja Davíð við Jesú Krist? Var hún að halda því fram að nú væri hann (Davíð) að ganga svipaða píslargöngu og Jesús mátti ganga. Og var verið um leið að líkja þeim sem gagnrýndu Davíð við böðla Jesú Krists? „Við erum svo góð og sæt og fín og lekkert fólk. En vinstra fólkið er ódannað og ófágað og ruddafengið og alls ekki kristið.“

Það er mjög varasamt að dæma náunga sína á forsendum trúar þeirra. Það er varað við því í kristinni trú, sem leggur áherslu á elskuna til náungans og umburðarlyndi. Kristin trú leggur líka áherslu á það að við komum þeim sem bágstaddir eru til hjálpar, enda undirstrika fjölmargir hlutar Biblíunnar þetta.

Þegar biskup Íslands tjáir sig um fátækt þá er hann að sinna skyldu sinni. Honum ber samkvæmt kristinni trú að áminna og benda á það sem aflaga fer í landinu, einkum og sér í lagi ef um félagslega afturför er að ræða. Verði biskup þess áskynja að hagur öryrkja og fátæklinga fari versnandi er það heilög skylda hans að benda á það og krefjast úrbóta, bæði af yfirvöldum og einstaklingum. Þannig er nú það. Og þó að Ingibjörg Sólrún eða einhver annar bendi á að Davíð sýni valdsmannstilburði þegar hann verður reiður og hæðinn vegna umvandana biskups þá er slíkt engin helgspjöll svona ofaní dymbilvikuna og páskahátíðina. Menn verða að þola gagnrýni ef þeir sækjast efir völdum, já sérstaklega slíkt fólk. Ef það þolir ekki gagnrýni og notar á lymskulegan hátt málstað kristinnar trúar til að sverta náunga sinn þá ætti það að lesa guðspjöllin upp á nýtt og fara í pólitískt frí á meðan.

Að lokum er skylt að benda á það að hugsjón jafnaðarmennskunnar á sér hliðstæðu í kristnum gildum, þar sem varað er við græðginni og hvatt til umhyggju fyrir hinum minnstu bræðrum okkar hvar sem þeir búa eða eru niður komnir. Gleðilega páska.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand