Fimm vikna kosningadeilur

Hvert og eitt hinna 50 ríkja Bandaríkjanna er í sjálfsvald sett hvernig það hagar framkvæmd kosninga, þ.e.a.s. það er ekkert samræmt kosningakerfi við lýði. Í gær bárust þær fréttir frá Bandaríkjunum að flestir þeir stjórnmálaskýrendur sem mark er tekið á þar í landi voru hættir að reyna að spá fyrir um hver muni sigra í forsetakosningunum í dag. Þeir félagar Bush og Kerry eru það jafnir í nokkrum lykilríkjum og er talið að úrslitin muni ráðast í Flórída, Pennsylvaníu og Ohio. Þar sem bilið á milli þeirra verður væntanlega afar naumt má búast við því að vandræðagangurinn – eða ölluheldur klúðrið – frá Flórída í seinustu kosningum endurtaki sig hvort sem það verður í Flórída, Pennsylvaníu, Ohio og/eða öðrum fylkjum. Hvað svo verður veit nú enginn – en við skulum samt sem áður vona að við þurfum ekki að bíða fram í miðja aðventu eftir því að fá að vita hver komi til með að sverja embættiseið forseta Bandaríkjanna í janúar. 13. desember árið 2000 lýsti George Walker Bush yfir sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í ávarpi sem hann flutti í þinghúsinu í Texas 36 dögum eftir að Bandaríkjamenn gengu að kjörborði í einhverjum jöfnustu forsetakosningum í 224 ára sögu landsins. Skömmu áður hafði Albert Arnold Gore jr, varaforseti og forsetaefni demókrata, játað sig sigraðan og hvatti Bandaríkjamenn til þess að fylkja sér um Bush sem 43. forseta Bandaríkjanna. Bush lofaði að gera allt sem í valdi sínu stæði til að sameina bandarísku þjóðina í ávarpi sem hann flutti eftir að Gore játaði sig sigraðan. Gore kvaðst vera ,,eindregið ósamþykkur” þeirri ákvörðun hæstaréttar Bandaríkjanna að hafna frekari endurtalningu atkvæða í Flórída. Hann kvaðst hins vegar sætta sig við niðurstöðu réttarins og játa sig sigraðan ,,í þágu þjóðareiningar og lýðræðisins”.

Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti úrskurð hæstaréttar Flórída – um leið var ljóst að George Bush hafði sigrað
Hæstiréttur ógilti úrskurð hæstaréttar Flórída sem heimilaði handtalningu vafaatkvæða í ríkinu. Sjö dómarar af níu komust að þeirri niðurstöðu að vísa ætti málinu aftur til hæstaréttar Flórída. Þá úrskurðaði rétturinn með fimm atkvæðum gegn fjórum að ómögulegt væri að ljúka handtalningu um 170 þúsund vafaatkvæðanna með tilhlýðilegum hætti áður en kjörmannasamkundan kom saman 18. desember til að velja forseta Bandaríkjanna. Þar sem vafaatkvæðin voru ekki talin átti Al Gore ekki lengur möguleika á sigri og því má segja úrskurður hæstaréttar hafi tryggt að Bush varð forseti.

En eitt klúðrið í Flórída
Í síðustu viku bárust fréttir af tugum þúsunda utankjörfundaratkvæða sem höfðu týnst í Flórída. Megnið af 58 þúsund utankjörfundaratkvæðaseðlum í ríkinu virðast hafa týnst í pósti. Ennfremur týndist fjöldi seðla í Broward sýslu þar sem demókratar unnu með miklum yfirburðum í síðustu kosningum þegar Al Gore hlaut 2/3 atkvæða.

Demókratar eru sagðir vantreysta yfirvöldum í Flórída en þar er Jeb Bush, bróðir Bush forseta, ríkisstjóri. Repúblikaninn Katherine Harris sem var innanríkisráðherra Flórída fyrir fjórum var talsvert í sviðsljósinu á meðan á vandræðaganginum stóð. Hún hafnaði beiðni um að tekið yrði tillit til handtalinna atkvæða 16. nóvember, en nokkrum dögum síðar úrskurðaði hæstiréttur Flórída að handtalin atkvæði yrðu talin með í endanlegum niðurstöðum í Flórída. Harris situr nú í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem einn af fulltrúum Flórídafylkis.

Mun sagan endurtaka sig?
Hvert og eitt hinna 50 ríkja Bandaríkjanna er í sjálfsvald sett hvernig það hagar framkvæmd kosninga, þ.e.a.s. það er ekkert samræmt kosningakerfi við lýði. Í gær bárust þær fréttir frá Bandaríkjunum að flestir þeir stjórnmálaskýrendur sem mark er tekið á þar í landi voru hættir að reyna að spá fyrir um hver muni sigra í forsetakosningunum í dag. Þeir félagar Bush og Kerry eru það jafnir í nokkrum lykilríkjum og er talið að úrslitin muni ráðast í Flórída, Pennsylvaníu og Ohio. Þar sem bilið á milli þeirra verður væntanlega afar naumt má búast við því að vandræðagangurinn – eða ölluheldur klúðrið – frá Flórída í seinustu kosningum endurtaki sig hvort sem það verður í Flórída, Pennsylvaníu, Ohio og/eða öðrum fylkjum. Hvað svo verður veit nú enginn – en við skulum samt sem áður vona að við þurfum ekki að bíða fram í miðja aðventu eftir því að fá að vita hver komi til með að sverja embættiseið forseta Bandaríkjanna í janúar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand