Engar fréttir eru ekki góðar fréttir

Stundum getur maður nú ekki annað en dáðst að þrautsegju fólks. Fólk sem lætur ekki deigan síga þótt móti blási. Sumir berjast eins og þeir eigi lífið að leysa í von um að koma málefnum sínum eða bara sjálfum sér á framfæri. Eins og ferhyrndir forystu hrútar sem ráðast aftur og aftur, já og aftur fram á völlinn. Stundum getur maður nú ekki annað en dáðst að þrautsegju fólks. Fólk sem lætur ekki deigan síga þótt móti blási. Sumir berjast eins og þeir eigi lífið að leysa í von um að koma málefnum sínum eða bara sjálfum sér á framfæri. Eins og ferhyrndir forystu hrútar sem ráðast aftur og aftur, já og aftur fram á völlinn.

Það vekur þó athygli að sumum fer þessi þrjóska betur en öðrum. Fólk sem potar sér endurtekið fram og enginn kippir sér neitt upp við það. Aðrir vekja athygli hvar sem þeir dreypa niður fæti og umræða um viðkomandi flýgur fjöllum hærra. Það getur verið erfitt að sporna móti umfjöllun og kjaftasögum sem ferðast eins og eldur í sinu í smáu samfélagi sem okkar, en stundum er hreinlega eins og fólk sækist eftir umfjöllun og lognmollan jafngildi uppgjöf.

Vinstri hægri
Forsetakosningar eru framundan og stíga gamalkunnir kappar þar fram. Vinstri, hægri, snúnings frambjóðandinn úr síðustu borgarstjórnarkosningum sem nú gerir atlögu að forsetavaldi eftir að hafa reynt við sæti í borgarstjórn. Það mætti þó benda listamanninum á að forsetavald og borgarstjórn getur vel farið saman og hægt er að gegna hvoru tveggja svo fremi sem Bessastaðabúar skreppi á skíði. En það er ef til vill of langt í næstu kosningar til að hægt sé að bíða þangað til að reyna má aftur við borgarstjórn/forsetavald.

Þorgeir Ljósveitningagoði
Friður 2000 mun færast yfir Bessastaði nái Ástþór Magnússon nú kosningunni sem hann hefur sóst eftir síðustu tvö skipti sem forsetaembættið hefur verið ,,falt”. Hann lætur ekki segja sér tvisvar að hann geti ekki fært lögheimili sitt að Bessastöðum. Hann reynir á nýjan leik. Á heimasíðu sinni gælir Ástþór við að líkja sjálfum sér við Þorgeir Ljósvetningagoða og framboð Ástþórs einhvern vegin af sama meiði og sáttatilga Ljósvetningagoða á sínum tíma. Það er ekki hægt að segja að á milli forsetaframboða hafi Ástþór látið lítið á sér bera og sátt hefur einna síst einkennt umræðu um hans umdeildu persónu á undanförnum misserum og geri ég ekki ráð fyrir að það breytist hvaða stöðu sem hann gegnir í þjóðfélaginu.

Sannur ólympíuandi
Það er þó enn nægur tími til stefnu þar til þjóðin gengur að kjörborðinu. Væntanlega eiga einhver framboð eftir að skila sér. Eitt er víst að með hverjum nýjum Forseta kemur nýr tónn í umfjöllunina um embættið og hefur hún aukist á síðustu árum, af hverju sem það stýrist. En það er gott að vita að lýðræðið er enn við völd og farið er að bera á nokkuð miklum ólympíuanda í því sambandi. Það er ekki aðalatriði að sigra – það er að vera með.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand