Skólagjöld í ríkisháskólunum

Það ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart að menntamálaráðherra hefur ákveðið að hækka hin svokölluðu innritunargjöld stúdenta í ríkisháskólunum. Þessi innritunargjöld eru þó ekkert annað en skólagjöld, enda endurspegla þau á engan hátt þann kostnað sem innritun nemenda hefur í för með sér. Hækkunin hljóðar upp á 40% (úr 32.500 krónum upp í 45.000 krónur) og er gríðarleg kjaraskerðing fyrir námsmenn. Hækkunin skilar samtals 140 milljónum fyrir alla þrjá skólana sem um ræðir, Háskóla Íslands, Kennaraháskólann og Háskólann á Akureyri. Það ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart að menntamálaráðherra hefur ákveðið að hækka hin svokölluðu innritunargjöld stúdenta í ríkisháskólunum. Þessi innritunargjöld eru þó ekkert annað en skólagjöld, enda endurspegla þau á engan hátt þann kostnað sem innritun nemenda hefur í för með sér. Hækkunin hljóðar upp á 40% (úr 32.500 krónum upp í 45.000 krónur) og er gríðarleg kjaraskerðing fyrir námsmenn. Hækkunin skilar samtals 140 milljónum fyrir alla þrjá skólana sem um ræðir, Háskóla Íslands, Kennaraháskólann og Háskólann á Akureyri.

Skilgreining á skrásetningu?
Innritunargjöldin eru ekki lánshæf hjá Lánasjóði Íslenskra Námsmanna og þar af leiðandi þungur baggi á herðum stúdenta þar sem 45.000 krónur af sumarlaunum þeirra munu framvegis fara í skólagjöld. Þar erum við að tala um 45.000 af áætluðum 300.000 króna sumartekjum samkvæmt viðmiðun Lánasjóðsins. Þegar menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín, kynnti frumvarpið á Alþingi tilkynnti hún að hér væri um frábært, vandað og tímabært frumvarp að ræða. Loksins hefði fengist skilgreining á því í hverju skrásetning stúdenta við Háskóla Íslands fælist. Því miður reyndist frumvarpið hennar Þorgerðar ekki vera neitt af ofantöldu því það hvar hvorki frábært, vandað né tímabært. Í frumvarpinu er allt tínt til sem telst ekki til beinnar kennslu við Háskóla Íslands. Þannig er aðgangur að tölvum, prenturum, námsráðgjöf og alþjóðaskrifstofu allt skilgreint sem hluti af kostnaði við skráningu.

Röksemdafærsla sem þessi er í hæsta lagi ámælisverð og stenst ekki nokkur rök. Nær væri lagi að lækka innritunargjöldin þar sem að kostnaður við skráningu hefur stórlækkað eftir að hún varð rafræn fyrir nokkrum árum síðan. Sá sparnaður er að sjálfsögðu ekki tekinn með í útreikningunum.

Beiðnin að frumkvæði háskólanna eða Sjálfstæðisflokks?
Þegar Þorgerður Katrín var að kynna frumvarpið sagði hún einnig að beiðnin um hækkun innritunargjalda kæmi frá háskólunum sjálfum og með því að mótmæla útreikningunum og beiðninni um hækkunina væri stjórnarandstaðan að draga í efa heilindi háskólanna þriggja. Það hefur aldrei þótt heiðarlegt að kenna öðrum um eigin mistök og misgjörðir. Þegar Þorgerður var spurð nánar um beiðnina þá kom í ljós að hún gat ekki svarað því hvaðan beiðnin frá Kennaraháskólanum og Háskólanum á Akureyri kom, en hins vegar gat hún upplýst þingheim og alþjóð um að Páll Skúlason rektor hafi minnst á hækkunina í kaffiboði. Nú veit ég ekki hvað hinn annars ágæti rektor hefur verið að tala um við Þorgerði í umræddu kaffiboði, en hitt er víst að Háskóli Íslands hefur ekki með formlegum hætti beðið um að fá að hækka innritunargjöldin og er deginum ljósara að þau koma af algjöru frumkvæði Sjálfstæðisflokksins.

Kemur Dagný til bjargar?
Dagný Jónsdóttir, liðsmaður Framsóknarflokksins, hefur tilkynnt opinberlega að hún muni ekki styðja frumvarpið. Með þessu blés hún von í hjarta margra stúdenta og áhugamanna um jafnrétti til náms. Hins vegur kemur í ljós að þrátt fyrir að hún ætli ekki að styðja frumvarpið þá mun hún ekki kjósa á móti því. Við skulum ekki gleyma hvaða völd Dagný hefur því hún er oddamaður í menntamálanefnd og gæti kæft frumvarpið í nefndinni ef hún hefði þor til að fylgja eigin sannfæringu. Í staðinn hefur hún ákveðið að sitja hjá og því miður á það við í þessu máli eins og svo mörgum öðrum að þögn er sama og samþykki.

Forgangsröðum rétt
Sigurður Kári, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gaf það út opinberlega á fimmtudaginn var að bæðu háskólarnir um það þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn fúslega heimila upptöku almennra skólagjalda í ríkisháskólunum. Því er einsýnt að áfram verði haldið að þrengja að fjárhag Háskólans Íslands, en framlög til hans hafa ekki náð að fylgja nemendafjölda síðustu árin. Þrátt fyrir það hefur því verið haldið fram að háskólinn sé ekkert blankur, en maður hlýtur að spyrja sig hvernig standi á því að hækka þurfi innritunargjöld ef háskólinn hefur það svona gott. Til hvers að pína nemendur fyrir aumar 140 milljónir þegar engin þörf er þar á. Enn á ný hafa sjálfstæðismenn, með Framsókn í pilsfaldinum, sýnt okkur í verki hvernig þeir líta á mikilvægi háskólamenntunar og menntunar almennt. Það segir allt sem segja þarf að fjárframlög til sauðfjárræktar eru samanlagt hærri en fjárframlög til háskólamenntunar. Þannig eru rollurnar settar ofar háskólamenntun.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand