Ævintýri viljugrar þjóðar

Já við erum ein af hinum viljugu þjóðum. Leiðitöm Bandaríkjamönnum út í rauðan dauðann. Við erum svona eins og asnarnir í teiknimyndunum sem ganga áfram með húsbónda sinn vegna gulrótarinnar sem hangir fyrir framan nef þeirra á spýtu en virðist aldrei nálgast. Svo gerum við eins og allir í nýju fötum keisarans.Réttlætum fíflaganginn í allsberum Bandaríkjaforseta og önum út í stríð á forsendum sem eru í besta falli einkennilegar. Já við erum ein af hinum viljugu þjóðum. Leiðitöm Bandaríkjamönnum út í rauðan dauðann. Við erum svona eins og asnarnir í teiknimyndunum sem ganga áfram með húsbónda sinn vegna gulrótarinnar sem hangir fyrir framan nef þeirra á spýtu en virðist aldrei nálgast. Svo gerum við eins og allir í nýju fötum keisarans.Réttlætum fíflaganginn í allsberum Bandaríkjaforseta og önum út í stríð á forsendum sem eru í besta falli einkennilegar.

Þjóðin vill ekki leggja nafn sitt við stríðsrekstur, svo einfalt er það. Og nú þegar ríkisstjórnin stendur allsber frammi fyrir þjóðinni sem er löngu búin að benda ríkisstjórninni á að hún sé með allt niður um sig er það ekki talið sniðugt að hysja upp um sig brækurnar og falla frá stuðningnum við stríðið. Ríkisstjórnin neitar því algerlega að falla frá stuningnum við stríðið og situr sem fastast við sinn keip. Hvers vegna? ,,Það síðasta sem Írakar þarfnast núna er óstöðugleiki” er svar ríkisstýru. Útaf því það er allt svo pollrólegt og stöðugt þar núna. Eru þetta virkilega skilaboð stjórnarinnar. Það myndi sem sagt ríða íröksu þjóðinni að fullu að ef við segjumst ekki styðja stríð á hendur þeim. Þessi málaflutningur er út í hött.

Það sem mér finnst líka einkennilegt í þessu öllu saman er hversu undrandi ríkisstjórnin verður þegar það sér svo fólk drepið á stríðsnumdum svæðum. Hvað hélduð þið hæstvirtir valdhafar að væri gert í stríði? Fólk er drepið. Það ætti því ekki að koma svona gríðarlega á óvart að menn láti lífið í moskum í Falujah þó þeir séu sárir. Þarna náðust morðin á mynd en það er mér til efs að þetta sé í eina skiptið sem þesslags morð eiga sér stað.

Stundum setur ríkisstjórnin um rómablíðan svip og kyrjar það að stuningur við stríð sé í raun bara að koma hræðilegum valdahafa Saddam Hussein frá völdum og koma íröksuþjóðinni til hjálpar. Það er vissulega rétt að írakska þjóðin hefur ekki átt sjö dagana sæla. Ekki bötnuðu dagarnir þegar Bush pabba mistókst ætlunarverk sitt og varð frá að hverfa. Þá koma bara Bush litli og fékk vini sína sem hann hefur í vasanum með sér í þetta verkefni sem stjórnast af mannúðinni einni saman ekki satt? Mikið vildi ég frekar að ríkisstjórnin fengi sér annað hobbý en að kyssa bakhluta Bandaríkjamanna og elta þá í þeirra gæluverkefnum. Það heilmikið annað að gera í heiminum ef það eina sem við viljum gera er að stuðla að stöðugleika og koma þjáðu fólki til hjálpar. Ég er minnsta kosti alveg til í að segja fordómum, þrælkun og fátækt stríð á hendur.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand