Trúarkreddur trúleysingja

Nú ætla ég að gera það sem heiðingjar á borð við mig gera ekki oft. Það er að taka upp hanskann fyrir trúað fólk. Það er af því að ég fæ sífellt meira á tilfinninguna að trúleysið sé að verða rétttrúnaður, eða einhvers konar alsannleikur sem rangt þykir að draga í efa. Slíkt viðhorf finnst mér hættulegt, alveg sama hvort rétttrúnaðurinn er kristni eða trúleysi. Því að trúleysi er í mínum augum trúarbrögð ekki síður en önnur. Því tel ég ekkert samasemmerki vera á milli þess að vera trúlaus og að vera kreddulaus. Trúleysi er afstaða sem menn taka ekki síður en trú á yfirnáttúruleg fyrirbæri eða guði. Trúleysið er afstaða sem ég hef sjálf tekið eins og margir aðrir, en það sem ég sakna helst hjá of mörgum er getan til að segja: ,,Ég veit það ekki.” Nú ætla ég að gera það sem heiðingjar á borð við mig gera ekki oft. Það er að taka upp hanskann fyrir trúað fólk. Það er af því að ég fæ sífellt meira á tilfinninguna að trúleysið sé að verða rétttrúnaður, eða einhvers konar alsannleikur sem rangt þykir að draga í efa. Slíkt viðhorf finnst mér hættulegt, alveg sama hvort rétttrúnaðurinn er kristni eða trúleysi. Því að trúleysi er í mínum augum trúarbrögð ekki síður en önnur. Því tel ég ekkert samasemmerki vera á milli þess að vera trúlaus og að vera kreddulaus. Trúleysi er afstaða sem menn taka ekki síður en trú á yfirnáttúruleg fyrirbæri eða guði. Trúleysið er afstaða sem ég hef sjálf tekið eins og margir aðrir, en það sem ég sakna helst hjá of mörgum er getan til að segja: ,,Ég veit það ekki.” Trúleysingjar eiga til að telja sína trú hafna yfir allan efa og vísa þá gjarnan til náttúruvísindanna. Fyrst ekki er hægt að sanna með vísindalegum rannsóknum tilvist Guðs, Allah, Jehóva eða hverra þeirra sem fólk kýs að trúa á, þá vilja sumir meina að þá geti hún ekki verið til staðar. Það finnst mér vera kredda. Við gerum kröfu til trúaðra að sýna öðrum umburðarlyndi, og setji sig ekki á einhvern stall hærri okkur hinum, en væri jafnan hollt að byrja á okkur sjálfum og viðurkenna að við höfum ekki efni á að hefja okkur upp á kostnað þeirra trúuðu heldur.

Persónulega nenni ég sjaldnast að rökræða við fólk sem telur sig vita sannleikann þar sem hann stendur svart á hvítu í Biflíunni, hvað þá ef tilgangur þeirra er að réttlæta ýmislegt af því sem mér finnst argasta óréttlæti, eins og til dæmis kynjamismunun og bág réttarstaða minnihlutahópa eins og samkynhneigðra, einstæðra foreldra og innflytjenda. Mér gremst alltaf að sjá svoleiðis tilvísanir, enda er skortur á umburðarlyndi mér alls ekki að skapi. Það er hins vegar alveg jafn fúlt þegar trúlausur halda því fram fullum fetum að þeir hafi rétt fyrir sér og að allt annað sé ósannindaþvættingur. Tilvist guða og annarra yfirnáttúrulegra fyrirbæra er ekki eitthvað sem hægt er að sanna, hvorki af né á, og því er ,,okkar sannleikur” langt frá því að vera hafinn yfir allan réttmætan efa.

Margir kunna andmæla trúarbrögðum sökum þröngsýni þeirra. Ég er á móti þröngsýni og gamaldags hugsunarhætti, hins vegar sé ég álíka mikið af slíku hjá trúlausum og trúuðum. Margir kynnu að álykta að yfirlýstur femínisti, -eins og ég-, hlyti að setja sig upp á móti trúarbrögðum eins og kaþólskri trú og íslam. Trúarleiðtogar þessarra trúa hafa oftar en ekki barist gegn jafnrétti kynjanna með tilvísun í trúartexta. Það sé vilji guðs (eða Allah) að konur séu undirgefnar körlum, enda hafi hann skapað mennina fyrir guð og konurnar fyrir mennina. Satt best að segja er mér afskaplega í nöp við slíkar réttlætingar á kynjamismunun og mæli harðlega gegn þeim. Hins vegar einskorðast svona hugsunarháttur alls ekki við trúaða. Mér finnst nefnilega alveg jafn hvimleitt að heyra menn halda því fram fullum fetum að lakari staða kvenna en karla á vinnumarkaði sem og hjá stjórnvöldum eigi sér ,,náttúrulegar” skýringar. Með tilvísun í náttúruna og dýralífið tala menn fjálglega um kvenlegt eðli og finnst konur af þeim sökum ekki eiga jafnt tilkall til valda og karlar. Þannig réttlættu einmitt líka andstæðingar kosningarréttar og kjörgengis kvenna sín sjónarmið fyrir 90 árum. Samkvæmt þeim var heimilið ,,hinn náttúrulegi starfsvettvangur kvenna”, stjórnmál voru „ljótur leikur“ sem konur voru of viðkvæmar fyrir. Eins og einn íhaldsmaður í Kúvæt sagði nýverið við svipað tilefni: ,,Ef gengið er harkalega gegn konu á þingi og hún getur ekki svarað fyrir sig, þá fer hún bara að gráta.”

Ég hef engan áhuga á að láta setja mig og kynsystur mínar í einhver hólf eða láta kenna mér hvað mér er eðlislægt að hafa áhuga á og starfa við og hvað ekki. Og mér er alveg sama hvort vísað er til trúarbragða eða náttúrunnar á sama tíma og hugmyndum eins og um misrétti og félagsmótun er hafnað. Á sama hátt get ég rétt ímyndað mér að samkynhneigðum þykir ekkert skárra að vera fordæmdir með tilvísun í náttúruna heldur en Biflíuna. Andstaða við kvenfrelsi og réttindi minnihlutahópa einskorðast þannig alls ekki við trúaða. Hitt finnst mér augljóst; þeir sem aðhyllast slíkar hugmyndir virðast helst eiga það sameiginlegt að vera íhaldssamir og telja sér ógnað af slíkum gildum. Uppgangur hægri öfgaflokka í Evrópu og víðar eru þannig til marks um að slíkt er alls ekki óalgengt, þótt fylgismenn þeirra aðhyllist ekkert endilega allir ákveðin trúarbrögð.

Fyrir utan það að vilja skilja að ríki og kirkju, þá vil ég líka að grunnskólanemum sé kennt um öll helstu trúarbrögð heims og læri almenna siðfræði án tenginga við neina trú. Þannig mætti ef til vill auka umburðarlyndi. En eins og fyrr segir vil ég líka að við heiðingjarnir lítum okkur nær og losum okkur við kreddur og þröngsýni, -og trúaðir líka!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand