Skattaríkisstjórnin

Athyglisverðar upplýsingar komu fram nýverið á heimasíðu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD), www.oecd.org. Þar segir að mesta aukning á skattheimtu innan OECD sem hlutfall af landsframleiðslu á milli áranna 2002 og 2003 hafi verið á Íslandi. Á milli þessara ára jókst hún úr 38.1% í 40.3% af landsframleiðslu. Samkvæmt OECD var þetta hlutfall 31.8% árið 1995 en þá tóku núverandi ríkisstjórnarflokkar við stjórn landsins. Skattheimtan sem hlutfall af landsframleiðslu hefur því hækkað um 27% frá því sá sorgaratburður gerðist. Athyglisverðar upplýsingar komu fram nýverið á heimasíðu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD), www.oecd.org. Þar segir að mesta aukning á skattheimtu innan OECD sem hlutfall af landsframleiðslu á milli áranna 2002 og 2003 hafi verið á Íslandi. Á milli þessara ára jókst hún úr 38.1% í 40.3% af landsframleiðslu. Samkvæmt OECD var þetta hlutfall 31.8% árið 1995 en þá tóku núverandi ríkisstjórnarflokkar við stjórn landsins. Skattheimtan sem hlutfall af landsframleiðslu hefur því hækkað um 27% frá því sá sorgaratburður gerðist.

Óstjórn í fjármálum ríkisins
Þessar tölur vöktu reyndar enga sérstaka undrun hjá mér. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé sífellt að reyna að koma því inn hjá þjóðarsálinni að aðeins þeir séu færir um að minnka umsvif hins opinbera og lækka skatta þá er staðreyndin allt önnur. Umsvif hins opinbera hefur algjörlega farið úr böndunum upp á síðkastið. Þó að ríkiskassinn hafi verið að fá tugi milljarða vegna einkavæðingar ríkisfyrirtækja ofan á aukna skattheimtu, þá hefur Geir H. Haarde átt í mesta basli með að skila hallalausum fjárlögum. Til hamingju Sjálfstæðisflokkur, áfram Ísland!

Á hverjum lenda skattahækkanirnar?
En þá veltir maður því fyrir sér á hverjum þessar skattahækkanir lenda. Persónuafslátturinn hefur ekki fylgt verðlagsþróun undanfarið sem eins og venjulega bitnar verst á þeim sem lægst hafa launin. Ljóst er því að hækka þarf persónuafsláttinn. En það er ekki aðeins sanngirnismál fyrir þá verst settu, heldur bætti það einnig almenna hagsæld í landindu samkvæmt nýlegri grein, “Hugmyndafræði í stað hagkvæmni”, sem Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur skrifar. Greinin fjallar m.a. um hvað nóbelsverðlaunahafinn og fyrrverandi efnahagsráðgjafi Bill Clintons, Joseph Stiglitz, segir um skattamál. Samkvæmt Stiglitz er mikilvægast að tekjuskatturinn letji ekki fólk til að hefja störf. Til að það borgi sig að vinna þarf tekjuskatturinn því að vera lágur á lágar tekjur og því ætti augljóslega að hækka persónuafsláttinn.

Millitekjuskattur
Annar hópur sem hefur tekið þunga byrði vegna aukinnar skattheimtu eru þeir sem hafa millitekjur. Til dæmis er 5% hátekjuskattur lagður á tekjur einstaklings umfram um 341.000 kr. á mánuði. En er hægt að tala um hátekjuskatt í þessu sambandi? Ég vil meina að svo sé ekki. Samkvæmt könnun, sem Gallup gerði á launum félagsmanna í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur (janúar-mars, 2004), eru til dæmis meðal heildarmánaðarlaun þeirra sem vinna við tjónauppgjör 400.000 kr., lögfræðinga 382.000 kr. sálfræðinga, mannfræðinga, félagsfræðinga, stjórnmálafræðinga og uppeldisfræðinga 355.000 kr., háskólamenntaðra sérfræðinga 350.000 kr. og þeirra sem vinna við umbrot eða grafík 349.000 kr. Þetta eru ágætis laun en engar hátekjur. Ég tel að hækka þurfi hátekjuskattsmörkin svo að skatturinn standi undir nafni.

Og þeir best efnuðu
Þeir sem sannarlegu ættu að borga hátekjuskattinn, þeir sem hæst hafa launin, sleppa margir hverjir við hann. Þessir einstaklingar stofna einkahlutafélög þar sem tekjuskattsprósenta er 18% og borga svo sjálfum sér arðgreiðslur frá félaginu sem eru einungis skattlagðar með 10% fjármagnstekjuskatti. Eins og venjulega, þeir sem hafa það best fjárhagslega, sleppa því hlutfallslega mest við að borga til samneyslu þjóðarinnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand