Hinn eilífi bardagi

Krafa í samfélaginu? Hvaðan kemur sú krafa? Þetta er enn eitt dæmið um hvernig hægri menn leiða umræðuna í samfélaginu. Þeir leggja fram hugmyndir og skilgreina þannig vígvöllinn. Svo fara að detta inn svona komment í fréttum og áður en varir þá verður þetta orðið að raunveulegri kröfu. En ekki kröfu sem myndaðist í raunverulegri umræðu í samfélaginu heldur með kænskulegri stjórnun umræðunnar. Í gær birtist frétt á Textavarpinu sem hófst á eftirfarandi orðum ,,Það er krafa í samfélaginu að horft verði til einkavæðingar heilbrigðiskerfisins”!!!

Krafa í samfélaginu? Hvaðan kemur sú krafa? Þetta er enn eitt dæmið um hvernig hægri menn leiða umræðuna í samfélaginu. Þeir leggja fram hugmyndir og skilgreina þannig vígvöllinn. Svo fara að detta inn svona komment í fréttum og áður en varir þá verður þetta orðið að raunveulegri kröfu. En ekki kröfu sem myndaðist í raunverulegri umræðu í samfélaginu heldur með kænskulegri stjórnun umræðunnar.

Nú liggur fyrir að næsta kynslóð sjálfstæðismanna er mun frjálshyggjusinnaðri en sjálfstæðismenn eru nú. Þó svo að það eigi endanlega eftir að koma í ljós hvort þeir sitja að kjötkötlunum þegar fram líða stundir blasir hins vegar við að stefnumál þeirra munu að einhverju eða öllu leyti ná fram að ganga. Og hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Og þegar það er afstaðið þá blasir við að menntakerfið er næst. Í öðrum orðum við eigum byggja okkar kerfi upp á sama kerfi og er nú við lýði í Bandaríkjunum.

Af hverju er það slæmt? Í Bandaríkjunum er nú um 30% ólæsi, útgjöld til heilbrigðismála er 16% af landsframleiðslu á móts við 8% að meðaltali í Evrópu. Bandaríkin eyða helmingi meira en Evrópa til heilbrigðismála. Einkafyrirtæki stjórna matseðli bandarískra barna þar sem þau sjá um mötuneytin sem voru einkavædd. Innan við helmingur landsmanna finnst það ekki þess virði að kjósa þar sem þeim finnst að þeir hafi ekki áhirf á borð við stórfyrirtækin og svo mætti lengi telja (enda er af nógu að taka).

En mun íslenskt efnahagslíf verða eftirbátur annarra ef ekki verður að stórfelldri einkavæðingu og smækkun ríkisvaldsins? Ekki svo ef marka má samburðarskýrlur sem sýna að Norðurlöndin, með sitt stóra ríki og öfluga velferðarkerfi, eru öll í topp 10 þegar kemur að samkeppnisgrundvell markaða. Þau toppa einnig listana þegar kemur að lífstíl, innri skipulagningu, þess sem gerir að svo að gott, hagvænt og blómlegt mannlíf sé við lýði.

Ungir jafnaðarmenn verða að gera upp við sig í hvaða ljósi þeir sjá framtíð íslands? Ætlum við að halda áfram að ræða málefni ungra sjálfstæðismanna á þeirra grundvelli og þar með heimavelli, eða ætlum við að blása til sóknar. Skilgreina okkar eigin hugmyndafræði sem á grundvöll sinn í vernd um velfarðarkerfið og breyta þegar fram líða stundir grundvelli umræðunnar. Okkar umræðu!

Nú er tíminn til að sýna fram á að við erum öðruvísi, að við erum með ferskar hugmyndir, að við séum raunverulegur valkostur við frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins. Þegar fram líða stundir þá verðum við að geta mætt Gísla Martein og félögum með málatilbúning sem er okkar eigin, byggðum á okkar eigin hugmyndafræði. Ekki að bregðast endalaust við tillögum þeirra heldur bjóða landsmönnum uppá raunverulegan valkost, flokk sem stendur vörð um það sem skipað hefur Norðurlöndunum stöðu fremst meðal jafningja, öflugt heilbrigðis- og menntakerfi!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand