Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík boða til skákmóts í kvöld. Mótið verður haldið í húsakynnum Samfylkingarinnar í Reykjavík, að Hallveigarstíg 1 og byrjar stundvíslega kl. 19:30. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík boða til skákmóts næstkomandi fimmtudag, 10.
apríl. Mótið verður haldið í húsakynnum Samfylkingarinnar í Reykjavík, að Hallveigarstíg 1 og byrjar stundvíslega kl. 19:30. Mótið er opið öllum félagsmönnum Ungra jafnaðarmanna, en eldra Samfylkingarfólki er að sjálfsögðu velkomið að taka þátt.
Boðið verður upp á te og kaffi, ásamt ýmsu góðgæti.
Enginn annar en skáksnillingurinn mikli og þingmaðurinn Helgi Hjörvar mun setja mótið formlega.
Búast má við góðri þáttöku og æsispennandi keppni. Þess vegna hvetjum við alla til að drífa sig og skrá sig til þáttöku, það er takmarkaður fjöldi sem nær að taka þátt. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að sýna hvers maður er megnugur við skákborðið í hópi hins fríða og fallega hóps jafnaðarmanna!
Sérstök verðlaun verða veitt fyrir besta byrjandann, svo enginn ætti að skammast sín fyrir kunnáttuna eða að vita ekki hvað Sikileyjarvörn er – einnig hefur verið umræða um að sá/sú sem verður „hrókur alls fagnaðar“ muni verða sérlega vinsæll.
Skráning fer fram á ujr@ujr.is og er ekkert þátttökugjald. Best er að gefa upp nafn, símanúmer.
Politik.is hvetur því alla félagsmenn UJ að mæta á skákmót UJR í kvöld.