Vinnum úr Icesave málinu í sameiningu

Icesave

LEIÐARI Icesave málið varðar hag allra Íslendinga og úr því ættu allir stjórnmálamenn að reyna að greiða í sameiningu. Sjálfstæðisflokkurinn er í glerhúsi í þessu máli og er hollast að kasta ekki steinum.

Icesave

LEIÐARI Alþingi glímir nú við eitt mesta leiðindamál Íslandssögunnar, að afgreiða samninga um innistæðutryggingar við Hollendinga og Breta vegna Icesave reikninga Landsbankans. Líklegt er að hluti kostnaðarins lendi á íslenska ríkinu, þó að sá hluti verði að vonum alls ekki jafn stór og mestu upphrópanir gera ráð fyrir.

Það finnst engum stjórnmálamanni ljúft að afgreiða þennan Icesave samning. Það lendir hins vegar á nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að ljúka málinu. Mesta þungann ber Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem situr uppi með Svarta-Péturinn í máli sem hann átti engan þátt í að stofna til.

Það voru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem innleiddu Evróputilskipunina um innistæðutryggingar, seldu bankana til einkavina sinna og flokksbræðra og uggðu svo ekki að sér þegar Landsbankinn stofnaði til Icesave reikninganna í Bretlandi í skjóli íslenskra innistæðutrygginga. Samfylkingin er svo samsek fyrir að hafa ekki beitt sér fyrir að snúa þessu ferli við eftir að flokkurinn komst í ríkisstjórn 2007, hindra opnun Icesave reikninganna í Hollandi ári síðar eða þrýsta á að Fjármálaeftirlitið sæi til þess að reikningarnir féllu undir erlendar innistæðutryggingar.

Vinstri græn og Samfylkingin reyna nú að leiða þetta leiðindamál til lykta. Úr þeirri vinnu eru komnir samningar við Breta og Hollendinga með sæmilegum vaxtakjörum, endurskoðunarákvæði og sjö ára frestun á fyrstu greiðslu. Samningurinn er auðvitað ekki fullkominn, en það hlýtur að vera lágmarkskrafa til stjórnarandstöðunnar að ræða hann efnislega og án gífuryrða. Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn vilja hins vegar líta svo á að þeir beri enga ábyrgð á þeim vanda sem við erum komin í og reyna að gera ríkisstjórninni eins erfitt fyrir og hægt er. Það er ekki ábyrg afstaða.

Sjálfstæðismenn virðast hafa gleymt því að allir þingmenn flokksins, nema einn, kusu með því á þingi að samið yrði við Breta og Hollendinga í málinu. Árni Mathiesen, fyrrverandi ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum, hafði þegar skrifað undir mun verri samning við Hollendinga, sem tók langan tíma að fá ómerktan. Í nóvember skrifaði Davíð Oddsson, þá Seðlabankastjóri, áður formaður Sjálfstæðisflokksins, undir yfirlýsingu þess efnis að Ísland héti því að semja við Breta og Hollendinga. Sjálfstæðismenn láta nú eins og ekkert af þessu hafi gerst.

Icesave málið varðar hag allra Íslendinga og úr því ættu allir stjórnmálamenn að reyna að greiða í sameiningu. Sjálfstæðisflokkurinn er í glerhúsi í þessu máli og er hollast að kasta ekki steinum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand