Sjávarútvegi er betur borgið innan ESB

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, skrifar grein um ástæður þess af hverju Ísland ætti ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu í DV fyrir stuttu. Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með málflutningi andstæðinga aðildar að ESB undanfarin misseri. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, skrifar grein um ástæður þess af hverju Ísland ætti ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu í DV fyrir stuttu. Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með málflutningi andstæðinga aðildar að ESB undanfarin misseri.

Síbreytilegur málflutningur andstæðinga aðildar
Fyrst héldu menn því fram að hér myndi allt fyllast af spænskum togurum við aðild Íslands að ESB. En þeim var þá bent á þá staðreynd að kvótaúthlutun ESB byggist á grundvallareglunni um veiðireynslu og þar sem útlendingar hafa enga veiðireynslu í íslenskri lögsögu myndu Íslendingar fá allan kvóta í íslenskri lögsögu.
Þá breyttist málflutningurinn í þá veru að erlend stórfyrirtæki myndu kaupa upp öll íslensku sjávarútvegsfyrirtækin við aðild og flytja arðinn af Íslandsmiðum milliliðalaust úr landi og má sjá áhyggjur af slíku í grein Friðriks. En þá fengu þeir vitneskju um að samkvæmt mörgum dómum Evrópudómstólsins (s.s. Kerrmálið nr. 287/81 og Jaderowmálið nr. C-216/87) er hægt að gera kröfu um að sjávarútvegsfyrirtæki sem fá kvóta í íslenskri lögssögu hafi raunveruleg efnahagsleg tengsl við Ísland.
Þetta þýðir að hægt er að binda kvóta við skip sem hafa efnahagsleg tengsl við viðkomandi svæði sem er háð fiskiveiðunum og krefjast að daglegur rekstur og starfsemi skips sé á Íslandi og að hagnaður veiðanna fari í gegnum íslenskt efnahagslíf. Bretar, Danir og fleiri þjóðir hafa gripið til slíkra leiða og hefur sjávarútvegsráðherra Breta staðfest í samtali við Ríkissjónvarpið að það hafi reynst vel.
Við inngöngu Íslands í ESB er því hægt að gera frekari kröfur en nú er um að hagnaður af veiðum fari í gegnum íslenskt efnahagslíf. Eins og staðan er nú er ekkert sem hindrar að verðmæti af Íslandsmiðum fari beint úr landi. Aðild Íslands að ESB kæmi því landsbyggðinni beinlínis mjög til góða.

Veiðireynsla mun ráða
En þá breytist málflutningur andstæðinga aðildar aftur. Nú hét það að hinar hagstæðu reglur ESB hljóti einfaldlega að breytast í framtíðinni og hefur Friðrik áhyggjur að slíkt gerist. Við endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB var hins vegar ákveðið að það skyldi ekki vera hróflað reglunni um hlutfallslegan stöðugleika sem er um veiðireynsluna, enda er hún hornsteinn sjávarútvegsstefnu ESB.
Sjávarútvegsráðherrar Dana og Breta ásamt yfirmanni sjávarútvegsmála ESB, Dr. Franz Fischler, hafa staðfest að það standi ekki til að breyta reglunni um veiðireynsluna. Það þýðir ekki hræða fólk með því að segja í sífellu að allt muni breytast á versta veg þegar Íslendingar eru loks komnir í sambandið.

Deilistofnana er vel gætt
Þrátt fyrir að mikilvægustu nytjastofnar Íslands séu staðbundnir talar Friðrik mikið um deilistofna og undrar sig á samningshörku ESB þegar kemur að samningum við Íslendinga. Það hljóta þó að teljast vera mikil meðmæli með ESB hversu harðir þeir eru í samningum við þriðja ríki eins og Ísland. Ef Ísland væri aðili að ESB myndum við vilja að þeir væru harðir í horn að taka í samningaviðræðum við þjóðir utan sambandsins. Í þessu sambandi er einnig rétt að minnast þess að reglan um veiðireynslu á einnig við um deilistofna.
Nú þurfum við að reyna að semja við aðrar þjóðir um nýtingu á deilistofnum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það má færa gild rök fyrir því að þjóðir sem vinna eins náið saman og í Evrópusambandinu eru líklegri til að taka meira tillit til hvers annars en þjóðir sem taka ekki þátt í slíku samstarfi.

Mikill ávinningur sjávarútvegsfyrirtækja
Miklir hagsmunir eru fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki ef af aðild Íslands verður. Tollar falla niður og er Friðrik sammála að það skiptir miklu máli. Mikilvægur sjávarútvegsmarkaður í Austur-Evrópu opnast við aðild og miklir veiðimöguleikar þar sem ESB hefur samið um veiðiheimildir við strendur 27 ríkja utan ESB.
Miklir möguleikar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á fjárfestingarfé myndu opnast og samkeppnisstaða þeirra stórbatna. Íslendingar eru á heimsmælikvarða í sjávarútvegi og á því hinn landlægi ótti við erlent fjármagn hvað síst við um sjávarútveginn. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eiga að sjálfsögðu rétt á því að hafa val um erlent hlutafé rétt eins og önnur fyrirtæki í landinu en ekki einungis erlent lánsfé eins og staðan er nú.

Ekki góð hagsmunagæsla
Með inngöngu í ESB munu Íslendingar fá tækifæri til að móta hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu og tryggja þannig hagsmuni íslenskra fyrirtækja sem selja langstærsta hluta afurða sinna á Evrópumarkaði. Það er minnimáttarkennd að telja að við verðum áhrifalaus innan ESB. Ríki sem einbeita sér að tilteknum málum hafa mikil áhrif og er Lúxemburg dæmi um það. Sá sem situr við borðið á fundi og hefur eitthvað að segja hefur áhrif. Það gildir um ESB eins og alls staðar í samskiptum manna.
Önnur jákvæð áhrif aðildar eru að viðskipti og erlendar fjárfestingar aukast þar sem viðskiptakostnaður lækkar og viðskiptahindranir hverfa. Evran stuðlar að mun lægri vöxtum, dregur úr mismunandi hagsveiflum og eykur langþráðan gengisstöðugleika.
Það er leitt að hagsmunagæslumenn íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eins og Friðrik J. Arngrímsson skuli skella skollaeyrum við miklum ávinningi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja við aðild Íslands að ESB með hræðsluáróðri og haldlitlum rökum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið