Sjálfstæðismenn – vík burt úr menntamálaráðuneytinu!

Um þessar mundir ríkir glundroði í lífi fjölmargra unglinga sem nýútskrifaðir eru úr grunnskóla og hyggja á framhaldsskólanám. Ekki aðeins eru þeim sett býsna ströng inntökuskilyrði, því aðsóknarfjöldi í framhaldsskólana hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Eins og svo oft áður bítast framhaldsskólarnir um aukafjárveitingar svo þeir geti annað eftirspurn, en vonin er úti hjá allt of mörgum skólum og fjölmargir unglingar eru farnir að búast við því versta. Ljóst er að um 400 milljón króna skortir til að framhaldsskólarnir geti tekið við þeim nemendum sem óska eftir skólavist og allt lítur út fyrir að þónokkrum nemendum verði alfarið neitað um skólavist. Um þessar mundir ríkir glundroði í lífi fjölmargra unglinga sem nýútskrifaðir eru úr grunnskóla og hyggja á framhaldsskólanám. Ekki aðeins eru þeim sett býsna ströng inntökuskilyrði, því aðsóknarfjöldi í framhaldsskólana hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Eins og svo oft áður bítast framhaldsskólarnir um aukafjárveitingar svo þeir geti annað eftirspurn, en vonin er úti hjá allt of mörgum skólum og fjölmargir unglingar eru farnir að búast við því versta. Ljóst er að um 400 milljón króna skortir til að framhaldsskólarnir geti tekið við þeim nemendum sem óska eftir skólavist og allt lítur út fyrir að þónokkrum nemendum verði alfarið neitað um skólavist.

Hverfisstefnan
Það hefur aldrei þótt sjálfsagt mál að allir nýnemar fái skólavist í sínum „aðalskóla“. Venjulega er miðað við að þeir sem eru með yfir 8 í meðaleinkunn í samræmdum prófum séu tiltölulega öruggir með að fá inni í hvaða framhaldsskóla sem er. Reglur um svokallaða hverfisskóla voru lagðar niður fyrir nokkrum árum, en þær miða við að hver menntaskóli sinni fyrst og fremst íbúum sinna nágrannahverfa og þurfa aðrir að mæta afgangi. Þetta kerfi hefur þótt fremur hvimleitt þar sem fjölmargir unglingar kjósa að kynnast ýmsum fjarlægum hverfum Reykjavíkurborgar og nágrennis þótt þau skorti afburðaeinkunnir. Aftur á móti virðist lítið hafa breyst í þessum efnum og enn í dag er ljóst að skólar á borð við Menntaskólann við Hamrahlíð o.fl. taka nemendur sinna nágrannahverfa fram yfir aðra. Það má sannarlega deila um hvort þetta kerfi sé réttmætt en eitt er víst að það býður upp á grófa mismunun, því bilið milli „gæða“ framhaldsskólanna er óðum að stækka. Einnig verður að gera ráð fyrir því að einhverju leyti að flestir nemendur geti gengið að framhaldsnámi í sínu nágrenni. Þó er ævinlega erfitt að fara bil beggja í slíkum málum.

Offjölgun – eða hvað?
Aftur á móti ætti hinn stækkandi hópur nýnema í framhaldsskóla ekki að vera áhyggjuefni. Þvert á móti veit það á gott að svo margir sjái hag sinn í að stunda framhaldssnám af ýmsu tagi, en einnig verður að reikna með því að sá árgangur grunnskólanema sem útskrifast í ár er afar fjölmennur. Talað er um að í fyrra hafi um 16.000 manns sótt um skólavist en nú hefur sú tala hækkað upp í 17.000. Þorsteinn Þorsteinsson, formaður félags íslenskra framhaldsskólakennara, segir að þessi fjölgun verði stöðug frá ári til árs allt til ársins 2009. Þá er ljóst að verulega þarf að huga að byggingu nýrra framhaldsskóla bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Óvissan óbærileg
Það er afar leitt að þessi kreppa skuli eiga sér stað nú á tímum menntasóknar og upplýsingabyltingar þar sem kröfur um aukna menntun verður sífellt meiri í nútímasamfélagi. Um leið og reynt er að streitast á móti síauknu brottfalli framhaldsskólanema er svo stórlega vegið að íslensku skólasamfélagi að öllum er brugðið. Menntamálaráðherra hefur staðfest að engum verði synjað um skólavist og von er á auknum fjárveitingum. En nú hafa flestir menntaskólar tekið inn og synjað nemendum, og er þá von á því að þeir skólar taki til sín fleiri nemendur? Eða mun menntamálaráðuneytið skipa nemum í skóla af handahófi sem minnst aðsókn er í?

Enn ríkir óvissuástand á mörgum heimilum og ýmsir unglingar eru vægast sagt orðnir órólegir í bið sinni. Þeir sem enn eiga eftir að fá svar frá sínum aðalskóla vita ekki hvort þeir fái yfir höfuð skólavist verði þeim synjað, sem og þeir sem bíða eftir svari frá varaskólum.

Kjánalegur málflutningur
Skilaboðin eru skýrari en nokkru sinni fyrr. Íslendingar geta státað af prýðilegu heilbrigðiskerfi og hreinum náttúruauðlindum en menntakerfið er gífurlega vanrækt í samanburði við OECD-löndin. Á vefriti Heimdellinga, Frelsi.is, má t.a.m. finna merkilega aðfinnslu í garð grunnskólakennara. Þar segir orðrétt:

„Hefðbundin verkföll lúta að því að skerða hag atvinnurekandi með þeim hætti að hann neyðist til að gefa eftir. Um verkföll kennara gilda önnur lögmál. Það eru ekki börnin sem greiða laun kennara en þau hins vegar líða fyrir verkfallið … Sveitarfélögin tapa litlu sem engu á því að kennarar fari í verkfall enda greiða þau þá ekki laun kennara á meðan. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélögin líti framhjá verkfallshótunum og dragi samninga“.

Hverjir eru núna í hlutverki þjáninarvaldans? Sveitarfélögin eða láglaunastétt grunnskólakennara? Við skulum vona að bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins taki ekki upp á því að virða komandi kennaraverkfall að vettugi (eins og sagt var í fyrrnefndri grein) þó annað eins hafi nú gerst og það væri þeim líkt. Þessi málflutningur er svo lágkúrulegur að annað eins hefur ekki sést né heyrst lengi; þó er þetta afar lýsandi fyrir viðhorf Sjálfstæðismanna til menntamála.

Burt með Sjálfstæðismenn úr menntamálaráðuneytinu!
Við getum kennt einhverjum um bága stöðu íslensks skólakerfis. Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks hafa menntamál fengið að sitja á hakanum og ef þessi atburðarás vekur ekki þjóðina af þeim blekkingarsvefni sem hún hefur sofið síðasta áratuginn, þá er öll von úti fyrir hagsæld íslenskrar menntunar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand