Ritskoðun í landi hinna frjálsu?

Moore verður því að teljast nokkuð vandræðabarn fyrir Bush. Það hlýtur að vera ferlega erfitt að stunda sína kosningabaráttu í friði þegar menn eins og Moore eru á næsta leyti. Málflutningur Bush sem hefur hingað til byggst á lygum, hræsni og lygum sem Moore hefur kerfisbundið dregið fram í dagsljósið og hæðst að, hlýtur að skaðast. Og nú styttist í kosningar og mikilvægt fyrir Repúblikanana að halda öllum svona óþægilegum málum, eins og t.d. sannleikanum, læstum bak við þykkar dyr, eigi þeir að eiga möguleika á endurkjöri. Á föstudaginn, 25. júní, mun Michael Moore vonandi frumsýna nýjustu mynd sína: Fahrenheit 9/11 í Bandaríkjunum. Það hefur þó ekki gengið forfallalaust fyrir kallinn að fá þessa mynd sína sýnda í heimalandinu. Fyrsti dreifingaraðili myndarinnar hætti við eftir þrýsting frá Repúblikönum. Þá hljóp Miramax í skarðið og buðust til að dreifa myndinni en þá greip Repúblikaninn Michael Eisner, forstjóri Disney samsteypunnar (Miramax er í eigu Disney), til sinna ráða og bannaði þeim að dreifa myndinni. Eftir um mánuð var deilan loks til lykta leidd og Disney leyfði Miramax að finna aðra dreifingaraðila á myndinni.

Þrátt fyrir ósigur í þessari orrustu, neita Repúblikanarnir að gefast upp og hafa tekið upp mun einfaldari og beinskeyttari aðferðir eins og t.d. að hóta þeim kvikmyndahúsaeigendum sem kjósa að sýna myndina auk þess sem þeir hafa sett á fót eitthvað skrípi sem kallar sig ,,Move America Forward.“ Samtök sem líta út fyrir að vera grasrótarhreyfing en eru í raun áróðursvél sem Repúblikanar komu á fót til að berjast gegn þeim sem dirfast að gagnrýna forsetann eða stríðið gegn hryðjuverkum.

Ríkisstjórn Bush hefur í tíð sinni tekist einstaklega vel að blanda saman óskildum hugtökum og hræra þeim svo duglega saman þangað til merkingin týnist. Sem dæmi, þá er öll gagnrýni á Bush kölluð: ,,America-bashing“ eða ,,Anti-Americanism“. Það er því orðið and-lýðræðislegt að veita framkvæmdavaldinu aðhald!

Stríðið gegn hryðjuverkum hefur einna helst einkennst af því að halda lýðnum óupplýstum og taugaveikluðum. Ég bjó í Washington D.C. í september 2001 og man vel eftir hræðslunni sem eðlilega greip um sig meðal þjóðarinnar í kjölfar voðaverkanna þann 11. Það var þó jafn sorglegt að horfa upp á stjórnvöld halda þjóðinni í þessari gíslingu ótta langt fram á næsta ár. Orð forsetans um að maður væri annaðhvort með eða á móti þeim í stríðinu í gegn hryðjuverkum, orðum sem var beint að þjóðum og þjóðarleiðtogum, fengu nýja merkingu í Bandaríkjunum. Í raun höfðu þessi orð þau áhrif að fólk þorði ekki að tjá sínar raunverulegu skoðanir og tilfinningar í garð ríkisstjórnarinnar. Allt venjulegt aðhald og gagnrýni á stjórnvöld nánast hvarf, enda mældist Bush þá með meira fylgi en nokkur forseti síðan Roosevelt í seinni heimstyrjöldinni. Fólk þorði einfaldlega ekki að segjast vera á móti honum. Fólki leið ömurlega, var hrætt, gekk um strætin með ameríska fánann í barminum og lofsöng forsetann. Margir af ótta við stjórnvöld eða hræðslu við að vera talinn ó-amerískur.

Eftir áramót 2002 kom út bók þar Vestra, Stupid White Men, eftir Michael Moore. Bók sem átti reyndar í jafn miklu basli með að sjá dagsljós og Fareinheit 9/11. Í þeirri bók var haldið uppi vægðarlausri gagnrýni á Bush-stjórnina og Moore kom fram í hverjum spjallþættinum á fætur öðrum og gagnrýndi forsetann harðlega. Og sagði jafnframt að það væri skylda borganna að gagnrýna í aðgerðir stjórnvalda og láta í sér heyra ef manni er misboðið.

Það væri nú einföldun og léleg söguskýring að segja að þessi bók hafi valdið straumhvörfum í bandarísku samfélagi en því verður þó ekki neitað að bókin seldist vel og hún átti sinn þátt í að breyta tíðarandanum. Og fylgi Bush fór að dala.

Frá því að stríðið gegn hryðjuverkum hófst hefur Moore skrifað tvær metsölubækur: Stupid White Men og Dude, Where´s My Country?, báðar hárbeittar ádeilur á Bush og hans menn. Auk þess hefur hann gert óskarsverðlaunamyndina Bowling For Columbine og nú Farenheit 9/11 sem nýlega hlaut gullpálmann í Cannes. Ekki nóg með að Moore sé víðlesinn og vinsæll rithöfundur, heldur hafa myndir hans verið fjölsóttar og hlotið eftirsóttustu verðlaun kvikmyndiðnaðarins.

Moore verður því að teljast nokkuð vandræðabarn fyrir Bush. Það hlýtur að vera ferlega erfitt að stunda sína kosningabaráttu í friði þegar menn eins og Moore eru á næsta leyti. Málflutningur Bush sem hefur hingað til byggst á lygum, hræsni og lygum sem Moore hefur kerfisbundið dregið fram í dagsljósið og hæðst að, hlýtur að skaðast. Og nú styttist í kosningar og mikilvægt fyrir Repúblikanana að halda öllum svona óþægilegum málum, eins og t.d. sannleikanum, læstum bak við þykkar dyr, eigi þeir að eiga möguleika á endurkjöri. Allar tilraunir þeirra til að hindra og ritskoða Moore hafa hingað til mistekist og vonandi heldur lýðræðið og tjáningarfrelsið áfram að sigrast á andstæðingum sínum og við sjáum flutningabíla fyrir framan Hvíta húsið í janúar næstkomandi!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið