Er nýsköpun aðeins fyrir landsbyggðina?

Nú er svo komið að æ meiri hluti þess fjármagns sem ríkið ver til nýsköpunar fer út á landsbyggðina. Þetta er ekki tilviljun heldur hefur verið búið svo um hnútana að umsækjendur á landsbyggðinni hafa forgang í flest alla sjóði og verkefni sem eru til að styðja nýsköpun. Nú er svo komið að æ meiri hluti þess fjármagns sem ríkið ver til nýsköpunar fer út á landsbyggðina. Þetta er ekki tilviljun heldur hefur verið búið svo um hnútana að umsækjendur á landsbyggðinni hafa forgang í flest alla sjóði og verkefni sem eru til að styðja nýsköpun.

Til dæmis var síðasta úthlutun Frumkvöðlastuðnings, sem er verkefni á vegum Nýsköpunarsjóðs, eingöngu fyrir umsækjendur á landsbyggðinni. Verkefni á vegum Impru, nýsköpunarmiðstöðvar Iðntæknistofnunar, svo sem Nýsköpun og Vöruþróun eru aðeins ætluð landsbyggðinni og er frumkvöðlaskóli Impru staðsettur á Akureyri. Landsbyggðin hefur líka forgang í Kvennasjóðinn sem Vinnumálastofnun sér um og sjóðir hjá bæði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu eru að mestu nýttir af landsbyggðinni.

Rannís hefur sem betur fer ekki sett reglur sem mismuna verkefnum eftir staðsetningu, enda eru styrkir þaðan fyrir rannsóknir og tækniþróun og ætlast er til samstarfs við háskóla. Verkefnið Átak til atvinnusköpunar er eini almenni stuðningurinn við nýsköpun, sem ég veit um, sem ennþá er opið öllum sama hvar á landinu þeir eru.

Ég fagna öllum stuðningi við nýsköpun og vona að hann aukist enn frekar þar sem nýsköpun eflir bæði þekkingu og tækifæri og eykur hagvöxt. En mér finnst hinsvegar varhugavert að skilyrða stuðninginn eftir staðsetningu. Það getur verið rétt að fyrirtæki á landsbyggðinni þurfi á auknum stuðningi við nýsköpun að halda en það er ekki þar með sagt að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu þurfi minni stuðning en áður. Höfuðborgarsvæðið þarf ennþá á nýsköpunarstuðningi að halda en einmitt með þessari þróun er verið að draga verulega úr stuðningnum hér.

Einnig er hægt að færa þau rök að með því að flytja stuðning til nýsköpunar meira út á landsbyggðina, þá sé verið að færa fé milli málaflokka. Þ.e. að fé sem ætlaður er til nýsköpunar er notað til byggðamála.

Byggðastofnun er eingöngu fyrir landsbyggðina og er henni ætlað að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs þar. Kannski væri rétt að setja allan stuðning sem eingöngu er ætlaður til byggðamála þ.a.m. nýsköpunarstuðning fyrir landsbyggðina undir þessa stofnun. Þá væri þetta uppi á borðinu en ekki falið í úthlutunarreglum sjóðana.

Við þurfum líka að huga að því að ekki er öll nýsköpun til þess fallin að vera staðsett á landsbyggðinni. Fyrirtæki sem vinna að nýsköpun eru oft mjög háð umhverfi sínu og þurfa á nálægð við viðskiptavini, samstarfsaðila og markaðinn til að styrkja stöðu sína. Mörg nýsköpunarfyrirtæki hafa undanfarið fundið fyrir miklum þrýstingi til að flytja sig út á land þar sem stuðningurinn er meiri. En mér finnst ekki rétt að pína fyrirtæki til að flytjast frá höfuðborgarsvæðinu ef það hefur í för með sér aukinn kostnað eða veikari samkeppnisstöðu, því það mun minnka líkur á velgengni.

Með því að neita að styrkja nýsköpun sem á rætur sínar að rekja til höfuðborgarsvæðisins, gætum við verið að missa af fjölda tækifæra sem gætu styrkt þjóðina og landið í heild.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand