Snæfríður – Uj á Akranesi, með opinn fund um Icesave

Miðvikudaginn 10. febrúar stóðu Snæfríður, félag Ungra jafnaðarmanna á Akranesi, og Þór, félag ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi, fyrir opnum upplýsingafundi um Icesave málið.

Miðvikudaginn 10. febrúar stóðu Snæfríður, félag Ungra jafnaðarmanna á Akranesi, og Þór, félag ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi, fyrir opnum upplýsingafundi um Icesave málið.

Gestir voru Guðbjartur Hannesson og Pétur H. Blöndal.

Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar, hóf fundinn með kynningu á Icesave málinu frá upphafi og fór yfir alla málavexti. Sagði hann jafnframt frá eigin reynslu af málinu sem og því sem að hann taldi farsælustu lausnina fyrir íslenskt efnahagslíf. Guðbjartur benti á að samkvæmt þeim sérfræðingum sem ríkisstjórnin hafði leitað til, íslensku sem erlendum, þá ætti þjóðarbúið að ráða við greiðslubyrðina. Hann tók einnig fram að auðvitað ætti alltaf að athuga hvort að við gætum fengið betri samninga. Spurning væri hins vegar sú hvort það borgaði sig að setja efnahagslífið og endurreisn þess í biðstöðu; hvort tapið yrði meira en ávinningurinn af örlítið betri samningum.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók því næst við og sagði frá sinni aðkomu að málinu og útskýrði sína andstöðu. Hann talaði um kosti og galla hverrar leiðar fyrir sig og tók saman þá hluti sem að hann taldi mikilvægt að lagt yrði áherslu á í komandi viðræðum og samningagerð, sem hann taldi nauðsynlega.

Þegar að Guðbjartur og Pétur höfðu lokið framsögum sínum tóku þeir við spurningum úr sal og sköpuðust lifandi og skemmtilegar umræður um málið, enda ekki við öðru að búast þegar að um slíkt hitamál er að ræða.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand