Sigmundur Guevara

LEIÐARI Í nóvember 1956 lagði snekkja af stað frá Mexíkó. Grandma náði til Kúbu 2. desember. Um borð voru 82 ungir byltingarmenn, einn þeirra Che Guevara. Hann lifði af landtökuna og hefur síðan orðið táknmynd byltingaraflanna.
Í desember 2008 gekk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Framsóknarflokkinn. Hann lifði af talningu í formannskjöri í janúar og varð formaður flokksins. Er Sigmundur táknmynd byltingarinnar?

LEIÐARI Í nóvember 1956 lagði snekkja af stað frá Mexíkó. Granma náði til Kúbu 2. desember. Um borð voru 82 ungir byltingarmenn, einn þeirra Che Guevara. Hann lifði af landtökuna og hefur síðan orðið táknmynd byltingaraflanna.
Í desember 2008 gekk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Framsóknarflokkinn. Hann lifði af talningu í formannskjöri í janúar og varð formaður flokksins. Er Sigmundur táknmynd byltingarinnar?

Formaður Ungra framsóknarmanna skrifaði pistil á bloggið sitt í gærkvöldi, undir fyrirsögninni “Lifi byltingin!” Einkar hressandi orðalag.

En Sigmundur var ekki jafn hressandi í fjölmiðlum í gær. Nýr maður, gamlar hugmyndir. Klár gaur en upptekinn af að reyna að þóknast öllum. Kunnuglegt syndróm. “Reisum tvö álver EN förum svo að huga að umhverfisvernd.” Að ógleymdu: “Flokkurinn minn vill aðildarviðræður við Evrópusambandið svo þeir sem vilja það geta kosið okkur EN ég er ekki til í það nema ef ekkert breytist svo þeir sem vilja ekki ESB geta líka kosið okkur.”

Annars óska ég Framsókn til hamingju með nýja forystu, sem og að stefna á Evrópusambandsaðild.

¡Hasta la Victoria, Siempre!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand