Evrópa og feðraveldið

LEIÐARI Í kvöld samþykkti flokksþing Framsóknar með miklum meirihluta að stefna bæri að aðildarviðræðum við Evrópu. Til hamingju Framsókn. Frambjóðendur í formannskjöri Framsóknar virðast ekki vera líklegir til að færa flokknum alla þá lukku sem Evrópuskrefið hefði getað gert.

LEIÐARI Í kvöld samþykkti flokksþing Framsóknar með miklum meirihluta að stefna bæri að aðildarviðræðum við Evrópu. Til hamingju Framsókn.

Frambjóðendur í formannskjöri Framsóknar virðast ekki vera líklegir til að færa flokknum alla þá lukku sem Evrópuskrefið hefði getað gert. Aðeins einn af þremur sterkustu frambjóðendunum lýstu afstöðu sinni á stærsta málefni þingsins – Evrópuskrefinu – fyrir þingið. Evrópuspurningin hlýtur að vera lykilspurning fyrir flokk sem hefur misst allt fylgi sitt. Almenningur veit ekki fyrir hvað hann stendur annað en málamiðlanir og valdabrölt. Þess vegna var aumt af frambjóðendunum að stíga ekki fram og beita sér fyrir því opinberlega að Ísland eigi að fara í aðildarviðræður. Þrátt fyrir að það sé margstaðfest í skoðanakönnunum að meirihluti íslensku þjóðarinnar vill taka það skref.

Meirihluti þjóðarinnar þarf nú að bíða eftir landsfundi Sjálfstæðisflokksins til að sjá hvort hann ætli að spila með henni eða standa vörð um sérhagsmunina. Í aðdraganda fundarins verður áhugavert að sjá hversu hart leiðtogar Sjálfstæðisflokksins þora að beita sér. Hvort hugsa þeir meira um völdin eða málstaðinn?

Feðraveldið er sterkt í Framsókn. Skemmst er að minnast för Guðmundar Evrópusinna Steingrímssonar Hermannsonar úr Samfylkingunni í Framsókn. Hann hefur lært alvöru félagshyggju í Samfylkingunni og undirritaður hefði gefið honum sitt atkvæði í formannskjöri Framsóknar ef hann hefði atkvæðisrétt.

Lítil sem engin reynsla af störfum innan Framsóknarflokksins hefði ekki átt að fæla Guðmund frá. Skipulagshagfræðingurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, komst í Silfur Egils og varð þar með orðinn sterkur formannsframbjóðandi þrátt fyrir að vera ekki í flokknum þegar hann birtist fyrst á skjám landsmanna. Við megum ekki gleyma því að pabbi hans hefur starfað í Framsóknarflokknum, eins og pabbi Guðmundar.

Fyrst talað er um feðraveldi þá er ekki hjá því komist að minnast á að 76 ára gamall maður er í framboði til formanns flokksins. Hann virðist hafa það helst fram að færa að vera sonur Hermanns Jónssonar, afa Guðmundar, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Ásamt Sigmundi eru Höskuldur Þór Höskuldsson, alþingismaður, og Páll Magnússon, sem styður að Ísland eigi að fara í aðildarviðræður, taldir líklegastir til þess að sigra kosninguna um formannsembættið.

Það er ljóst að fimmti formaður Framsóknarflokksins á fjórum árum verður kosinn um helgina. Bjarni Harðar, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og fyrrum stjarna í Silfri Egils, hefur boðað stofnun nýs flokks. Nú er bara spurning hvort það verði tveir eða þrír “Framsóknarflokkar” í framboði í næstu kosningum. Það er fagnaðarefni að einn af þeim styður aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand