Siðir Alþingis

Því miður er það svo að þjóðþrifamál hafa og geta goldið þess ef stjórnarandstæðingar á Alþingi eru einir um að flytja þau. Að nokkru leyti stafar það af fordómum stjórnarþingmanna en sennilega enn frekar af hræðslu um að slík mál gætu orðið stjórnarandstæðingum til framdráttar í næstu kosningum. Góð og vönduð frumvörp hafa því verið látin daga uppi í nefnd svo að hið háa Alþingi þyrfti ekki að taka endanlega afstöðu til þeirra. Að sama skapi hafa afleit stjórnarfrumvörp flogið í gegn á vængjum flokksagans. Þannig hafa flokkadrættir hamlað framförum og rýrt virðingu Alþingis; það mætti vera stjórnvöldum umhugsunarefni að sagan kveður yfirleitt upp áfellisdóma yfir stöðnun og afturhaldi. Mikilvægasta samskiptaformið
Engum blandast hugur um hvað tungumál eru veigamikil í samskiptum manna í millum en að læra þau getur kostað mismikla fyrirhöfn. Í bernsku hafa menn minnst fyrir því og þá náðargáfu geta flestir nýtt sér án teljandi vandkvæða – en sumir eru ekki svo lánsamir.

Íslenska táknmálið verði fullgilt mál
Enginn kýs sér það hlutskipti að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur eða daufblindur, allra síst ef það hefur í för með sér að viðkomandi getur ekki tjáð sig eða skilið aðra eins greiðlega og flestir geta. Það er þungur kross að bera og erfitt að setja sig í þau spor; það hlýtur að vera siðferðileg skylda samfélagsins að létta slíkum einstaklingum lífið. Í því skyni liggja nú tvö frumvörp fyrir Alþingi, bæði flutt af þingmönnum úr stjórnarandstöðunni. Þar er meðal annars lagt til að íslenska táknmálið verði fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra á Íslandi, jafnrétthátt íslensku í samskiptum manna í millum. Eins er ríkinu uppálagt að hlúa að íslenska táknmálinu og tryggja að táknmálshöfum og öðrum sé ekki mismunað.

Slík lög gætu aukið mjög á heill og hamingju fjölmargra, ekki aðeins heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra heldur líka (ást)vina þeirra og vandamanna. Um leið gætu hæfileikar þeirra og kraftar nýst samfélaginu betur. Og varla getur verið að ráðamenn horfi hér í skildinginn því að réttarbætur sem þessar krefðust aldrei nema lítilræðis úr hinum digra ríkissjóði.

Vinnubrögð á Alþingi
En skyldu öll framfaramál hljóta blessun hjá elsta þjóðþingi heims? Því miður er það svo að þjóðþrifamál hafa og geta goldið þess ef stjórnarandstæðingar eru einir um að flytja þau. Að nokkru leyti stafar það af fordómum stjórnarþingmanna en sennilega enn frekar af hræðslu um að slík mál gætu orðið stjórnarandstæðingum til framdráttar í næstu kosningum. Góð og vönduð frumvörp hafa því verið látin daga uppi í nefnd svo að hið háa Alþingi þyrfti ekki að taka endanlega afstöðu til þeirra. Að sama skapi hafa afleit stjórnarfrumvörp flogið í gegn á vængjum flokksagans. Þannig hafa flokkadrættir hamlað framförum og rýrt virðingu Alþingis; það mætti vera stjórnvöldum umhugsunarefni að sagan kveður yfirleitt upp áfellisdóma yfir stöðnun og afturhaldi.

Það væri dapurlegt ef flokkarígur yrði til þess að kæfa ágætlega grunduð og fallega hugsuð frumvörp eins og þau að gefa heyrnarlausum, heyrnarskertum og daufblindum færi á að verða virkari í samfélaginu – sjálfum sér og öðrum til hagsbóta – og það sem meira er um vert: færi á að njóta lífsins betur – sjálfum sér og öðrum, ekki síst nákomnum, til yndisauka.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand