Hvítt og svart

Það er auðvelt að skipta lífinu í svörtu og hvítu. Það er auðvelt og þægilegt. Fólk er annað hvort gott eða vont. Gott fólk kemst áfram í lífinu en vont fólk fær makleg málagjöld sem helst eiga að hefna fyrir misjafnar gjörðir þess. Það er í raun mjög þægilegt að lifa í svart/ hvítu samfélagi þar sem gráusvæðin þekkjast ekki. Þeir sem lifa í svart/hvítu búa í sælu yfir því að vita nákvæmlega hvað er rétt og hvað er rangt. Svart/hvíta hetjan setur sig aldrei í annarra spor, horfir alltaf á málin frá sama sjónarhorninu. En flestir glíma einhvern tímann við grátóna lífsins, í misjöfnu mæli þó. Þegar við nálgumst þessi gráu svæði lærum við eitthvað nýtt um okkur sjálf. Gerum okkur grein fyrir okkar eigin fordómum og þeirri svart/hvítu veröld sem við viljum svo gjarnan halda í. Það er auðvelt að skipta lífinu í svörtu og hvítu. Það er auðvelt og þægilegt. Fólk er annað hvort gott eða vont. Gott fólk kemst áfram í lífinu en vont fólk fær makleg málagjöld sem helst eiga að hefna fyrir misjafnar gjörðir þess. Það er í raun mjög þægilegt að lifa í svart/ hvítu samfélagi þar sem gráusvæðin þekkjast ekki. Þeir sem lifa í svart/hvítu búa í sælu yfir því að vita nákvæmlega hvað er rétt og hvað er rangt. Svart/hvíta hetjan setur sig aldrei í annarra spor, horfir alltaf á málin frá sama sjónarhorninu. En flestir glíma einhvern tímann við grátóna lífsins, í misjöfnu mæli þó. Þegar við nálgumst þessi gráu svæði lærum við eitthvað nýtt um okkur sjálf. Gerum okkur grein fyrir okkar eigin fordómum og þeirri svart/hvítu veröld sem við viljum svo gjarnan halda í.

Nú á yfirstandandi kvikmyndahátíð sá ég myndina Woodsman sem fékk mig til að hugsa. Hugsa um það hvað það er auðvelt að varpa frá sér ábyrgð á að hugsa um óhreinu börnin hennar Evu. Myndin fjallar um líf kynferðisafbrotamanns eftir að hann er látinn laus. Þarna er mörgum erfiðum og flóknum spurningum velt upp. Það er auðvelt að segja að það eigi bara að gelda kynferðisafbrotamenn, þeir séu réttdræpir eða eitthvað það annað verra. Það er auðvelda leiðin, leið svart/hvítu hetjunnar. En hvað gerir okkur mennsk? Er það ekki meðal annars samúðin og getan til að setja okkur í annarra spor? Í dýraríkinu er furðufuglinn fljótt goggaður til dauða. Veika dýrinu er úthýst úr hjörðinni. En hjá okkur, hvað gerum við? Hvernig er tekið á málum þeirra sem brjóta af sér í geðveiki sinni og það sem meira er, hvernig viljum við að tekið sé á þeirra málum?

Á réttargeðdeildinni að Sogni starfar fólk með stórt hjarta. Fólk sem sér allan gráskala lífsins. En stórt hjarta og hugsjónir er ekki nóg til þess að vel megi standa að endurhæfingu fólksins sem þar dvelur. Á þessu sviði sem öðrum sem snýr að geðsjúkum virðast stjórnvöld vera stefnulaust rekald. Stjórnvöld þurfa að marka sér stefnu í því hvernig taka á á málum þessa fólks. Það þarf fjármagn til að byggja upp öflugt öryggisnet fyrir þá sem þurfa mest á því að halda eða vilja stjórnvöld ef til vill ekki missa sjónar á þeirri svart/hvítu veröld þau hafa komið sér upp.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið