Nær fimmta hvert barn verður fyrir kynferðislegri misnotkun

Við Íslendingar hreykjum okkur oft af því hve friðsælt, öruggt og heilbrigt samfélag okkar er. Lág afbrotatíðni telur okkur trú um að börnin okkar geti gengið ein síns liðs í skólann og leikið sér undir berum himni án mikilla afskipta eða verndar. Hér á landi ríkir meiri jöfnuður en allajafna í heiminum í dag, barnadauði og barnafátækt eru með því minnsta sem þekkist í heiminum og öll íslensk börn ættu að njóta menntunar og heilbrigðisþjónustu burt séð frá efnahag foreldra. Þrátt fyrir þessa fögru sýn um öryggi og lífsgæði barna á Íslandi þá stöndum við frammi fyrir þeirri hræðilegu staðreynd að nær fimmta hvert barn verður fyrir kynferðislegri misnotkun á Íslandi í dag. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda brota falla ekki nema örfáir dómar í þessum málaflokki á ári hverju. Eru börnin okkar þá ef til vill ekki jafn örugg og við teljum okkur trú um? Það vekur einnig mikinn ugg að vita til þess að flest þessara brota eiga sér stað innan fjölskyldunnar. Við Íslendingar hreykjum okkur oft af því hve friðsælt, öruggt og heilbrigt samfélag okkar er. Lág afbrotatíðni telur okkur trú um að börnin okkar geti gengið ein síns liðs í skólann og leikið sér undir berum himni án mikilla afskipta eða verndar. Hér á landi ríkir meiri jöfnuður en allajafna í heiminum í dag, barnadauði og barnafátækt eru með því minnsta sem þekkist í heiminum og öll íslensk börn ættu að njóta menntunar og heilbrigðisþjónustu burt séð frá efnahag foreldra. Þrátt fyrir þessa fögru sýn um öryggi og lífsgæði barna á Íslandi þá stöndum við frammi fyrir þeirri hræðilegu staðreynd að nær fimmta hvert barn verður fyrir kynferðislegri misnotkun á Íslandi í dag. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda brota falla ekki nema örfáir dómar í þessum málaflokki á ári hverju. Eru börnin okkar þá ef til vill ekki jafn örugg og við teljum okkur trú um? Það vekur einnig mikinn ugg að vita til þess að flest þessara brota eiga sér stað innan fjölskyldunnar.

Kynferðisafbrot gegn börnum hafa viðgengist frá örófi alda og hafa fengið að grassera allt til dagsins í dag í skjóli friðhelgis einkalífsins, fáfræði og vítahring þagnarinnar sem mikill aðstöðumunur afbrotamanna/kvenna og barns ýtir undir. Nú árið 2005 getum við ekki lengur borið fyrir okkur fáfræði því rannsóknir og skýrslur um málaflokkinn tala sínu máli. Við verðum að horfast í augum við þennan skelfilega vanda og það strax í dag og leggja okkar að mörkum.

Kynferðisleg misnotkun skilur eftir sig djúp ör sem ekki hverfa
Afleiðingar kynferðisofbeldis gegn börnum eru hræðilegar og margir kljást við afleiðingar misnotkunnar allt sitt líf. Einstaklingurinn er ekki einungis sviptur barnslegu sakleysi og kynfrelsi sínu heldur ná afleiðingarnar til mun fleiri þátta. Þessir börn finna fyrir skömm, vanmáttarkennd, hjálparleysi, sektarkennd, ótta, hræðslu og andúð. Þessar tilfinningar hverfa ekki þegar komið er á fullorðinsárin heldur fylgja þeim flestum og við bætast tilfinningar eins og reiði, andúð, hryggð, depurð og vonbrigði. Og fyrir þá sem ekki finnst nóg um þá má benda á að þetta mein kostar þjóðfélagið líka fjármuni, því þessir einstaklingar koma til með að banka uppá hjá heilbrigðisstofnunum og félagsþjónustunni með sín andlegu og félagslegu vandamál seinna á ævinni.

En hvað er til ráða?
Til að byrja með verðum við að horfast í augu við stærð vandans en því til ítrekunar má benda á að um helmingi fleiri grunnskólabörn verða fyrir kynferðislegri misnotkun en fyrir einelti en samt er lítið sem ekkert viðhafst í þessum málum. Einnig verðum við að setja okkur markmið um hvernig koma á í veg fyrir þennan vanda, en það er eitthvað sem ríkisstjórnin hefur trassað í meira en áratug. Hafa stjórnarflokkarnir hreinlega ekki áhuga á að mynda sér stefnu í þessum málaflokki?

Til að uppræta þessi mál verður að eiga sér stað meiriháttar viðhorfsbreyting, við verðum að viðurkenna alvarleika þessara brota og segja þeim stríð á hendur. Fyrsta skrefið er að samþykkja frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar og setja þessi brot í hóp með alvarlegustu bortum, þ.e. þeim brotum sem ekki fyrnast samkvæmt lögum okkar, sbr. manndráp, mannrán og hryðjuverk. Síðan verðum við að rjúfa þögnina sem svo lengi hefur einkennt þessi mál og veitt þeim skjól, auka fræðslu til fagstétta, foreldra og barna með því að tala blátt áfram um þessi mál.

Ég mæli með því að allir sem umgangast börn í einhverju mæli eða ætla sér að umgangast þau í framtíðinni kynni sér á síðunni Bláttáfram.is hvernig á að tala um þessi mál við börn og rjúfa þögnina strax í dag. Þetta breytist ekkert nema með samheldnu átaki almennings, fagstétta og stjórnvalda. Einnig hvet ég þá sem ekki hafa nú þegar sent áskorun á þingmenn allsherjarnefndar um að hleypa frumvarpi Ágústs Ólafs Ágústssonar um niðurfellingu á fyrningarfresti í kynferðisafbrotum gegn börnum, úr nefndinni, að gera það hið snarasta hér.

Tökum höndum saman og lýsum kynferðisafbrotum gegn börnum stríði á hendur!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand