Sendum skýr skilaboð!

Undanfarin misseri hefur ofbeldi í samfélagi okkar verið mikið í umræðunni. Ofbeldi á sér því miður alltof margar birtingarmyndir og ein sú ógeðfelldasta og versta er sú sem beinist að börnum. Vart er hægt að hugsa sér alvarlegri glæpi. Hér á eftir verða dregnar fram ákveðnar tölur, eða öllu heldur staðreyndir, um kynferðisafbrot gagnvart börnum úr ársskýrslu Stígamóta fyrir seinasta ár. Gott er að hafa í huga að bak við allar þessar tölur – eru einstaklingar eins og ég og þú! Undanfarin misseri hefur ofbeldi í samfélagi okkar verið mikið í umræðunni. Ofbeldi á sér því miður alltof margar birtingarmyndir og ein sú ógeðfelldasta og versta er sú sem beinist að börnum. Vart er hægt að hugsa sér alvarlegri glæpi. Hér á eftir verða dregnar fram ákveðnar tölur, eða öllu heldur staðreyndir, um kynferðisafbrot gagnvart börnum úr ársskýrslu Stígamóta fyrir seinasta ár. Gott er að hafa í huga að bak við allar þessar tölur – eru einstaklingar eins og ég og þú!

Helmingur fórnarlamba leitar sér aðstoðar á aldrinum 19-29 ára
Þegar skýrslan er skoðuð kemur í ljós að um 50% þeirra þolenda kynferðisafbrota sem leituðu sér aðstoðar hjá samtökunum voru á aldrinum 0-10 ára þegar brotið var framið á þeim og í 63% tilfella voru þolendur innan við 15 ára gamlir. Þetta eru því miður svipaðar tölur og seinustu ár. Þrátt fyrir að börn á aldrinum 0-10 ára séu 50% þolenda þá eru innan við 1% þeirra sem leita sér aðstoðar. Þolendur leita sér aðstoðar síðar á lífsleiðinni og flestir þeir sem leituðu til Stígamóta voru á aldrinum 19-29 eða tæp 47 % þolenda og fjórðungur þeirra sem leituðu til samtakanna voru á aldrinum 30-39 ára.

Meirihluti ofbeldis varir í 1-5 ár
Ef bornar eru saman tölur frá árunum 2000-2004 kemur í ljós að í 50-60% tilfella að ofbeldið varir í 1-5 ár. Í skýrslu Stígamóta er þó tekið fram að tölur um það hve lengi brotin stóðu yfir eigi að taka með ákveðinni varúð, því þolendum reynist oftast erfitt að tímasetja nákvæmlega ofbeldið sem þeir urðu fyrir.

Mál fyrnast og fólk hefur litla trú á dómskerfinu
Aðeins 6% þeirra mála sem bárust til Stígamóta árið 2004 voru kærð til barnaverndarnefnda og/eða lögreglu. Þetta lága hlutfall er alvarlegt umhugsunarefni og vert er að athuga hvað það er sem valdi því að svona lágt hlutfall kynferðisbrota berist til yfirvalda. Í skýrslunni segir að ástæðurnar séu margar, m.a. eru málin oft fyrnd þegar þau berast til samtakanna. Önnur ástæða er sögð vera sú að þolendur hafi ekki trú á dómskerfinu og mörg þessara mála virðast ekki komast í gegnum þau skilyrði sem saksóknaraembættið setur þegar kemur að kærum.

Helmingur brotaþola hugleiðir að taka eigið líf
Erfiðustu afleiðingar kynferðisofbeldis eru skömm, léleg sjálfsmynd, sektarkennd og depurð. Fimmtán prósent þolenda kynferðisofbeldis höfðu reynt að að fremja sjálfsmorð og helmingur hafði hugleitt að láta verða af því. Þetta sýnir hversu alvarlegar afleiðingar kynferðisofbeldis geta orðið.

Hvað er til ráða? Hvar getum við byrjað?
Stórt er spurt. Við sem samfélag hljótum að vilja senda skýr skilaboð þar sem við fordæmum að börn séu beitt kynferðislegu ofbeldi. Ein leið til þess er að senda þau skilaboð um að þessi ógeðfelldu brot eigi heima í hópi þeirra brota sem fyrnast ekki. Önnur slík brot eru landráð, brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum, hryðjuverk, manndráp, mannrán og ítrekuð rán.

Alþingi á að byrja á því að samþykkja óbreytt frumvarp um afnám fyrningar gagnvart börnum sem liggur fyrir þinginu. Um 15.000 einstaklingar hafa farið fram á að frumvarpið verði samþykkt. Næsta skref væri að yfirvöld gerðu heildstæða aðgerðaráætlun í málum er snerta kynbundið ofbeldi sem og annar skonar ofbeldi eins og t.d. heimilisofbeldi. Slíkar áætlanir hafa t.a.m. verið gerðar á hinum Norðurlöndunum og gefist vel.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand