Lenging fyrningar um fjögur ár ekki nóg!

Það er sannarlega gleðiefni að frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar um að afnema fyrningu í kynferðisafbrotum gegn börnum hafi nú verið afgreitt úr nefndinni. Loksins fær lýðræðið fram að ganga og Alþingi tækifæri til að rökræða málið. Nú er bara að vona að ríkisstjórnin setji frumvarpið á dagskrá sem fyrst. Það er sannarlega gleðiefni að frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar um að afnema fyrningu í kynferðisafbrotum gegn börnum hafi nú verið afgreitt úr nefndinni. Loksins fær lýðræðið fram að ganga og Alþingi tækifæri til að rökræða málið. Nú er bara að vona að ríkisstjórnin setji frumvarpið á dagskrá sem fyrst.

Afgreiðsla meirihluta allsherjarnefndar var þó mikil vonbrigði þar sem hann treystir sér ekki til að afnema fyrninguna heldur lengir frestinn einungis um 4 ár. Því er ekki að neita að það er ákveðinn sigur að fá málið afgreitt úr nefndinni en því miður enginn fullnaðarsigur. Það er skref í rétta átt að fá fyrninguna lengda um fjögur ár en vegna eðli þessara brota ekki nærri því nóg. Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta líður oft mjög langur tími frá því að brot gegn barni er framið þar til brotaþolinn er reiðubúinn að ræða málið og leita sér aðstoðar. Rúmlega 40% þeirra sem leita sér hjálpar hjá Stígamótum eru 30 ára eða eldri en samkvæmt núverandi fyrningarreglum eru öll kynferðisafbrot gegn börnum fyrnd þegar brotaþolinn hefur náð 29 ára aldri. Þó við hækkum þennan aldur þannig að brotin fyrnist á bilinu 23 – 33 ára þá munum við samt sem áður halda áfram að fá fram mál þar sem sekt hins seka hefur verið sönnuð en hann sýknaður því brotið hefur þá þegar verið fyrnt.

Hvað telur meirihluti allsherjarnefndar til alvarlegustu brota?
Stjórnarmeirihlutinn í Allsherjarnefnd útilokar þó ekki að afnema fyrningu í alvarlegustu brotunum, en hvað þýðir það? Hvar ætla þeir að draga mörkin? Það er nefnilega mikill misskilningur að kynferðislega áreitni gegn börnum felist eingöngu í að slegið sé á bossa barnsins. Þessi skil á milli alvarleika kynferðisafbrota í lögunum í dag eru vægast sagt mjög umdeild. Sem dæmi má nefna að lögin halla mjög á kvenkyns brotaþola þar sem greina þarf á milli þess hvort kynferðisafbrotamaðurinn hafi farið í innri eða ytri kynfæri stúlku. Þau brot þar sem ekki er farið í innri kynfæri stúlkubarns teljast aðeins til kynferðislegrar áreitni og fyrnast því aðeins á 5 árum. Eftir breytingu meirihluta allsherjarnefndar munu slík brot vera fyrnd þegar brotaþolinn hefur náð 23 ára aldri, burt séð frá lengd brotartíma, aldurs brotaþola þegar misnotkunin átti sér stað og svo framvegis. Vill allsherjarnefnd þá ekki telja langvarandi kynferðislega misnotkun á ytri kynfærum stúlkna til alvarlegustu brota? Finnst þeim rétt að greina þarna á milli? Þessi mismunun á meðferð kynferðisafbrota gegn stúlkum og drengjum er auðvitað hreint og beint kynjamisrétti.

Það á að telja kynferðisafbrot gegn börnum til alvarlegustu brota!
Hvaða brot fyrnast og fyrnast ekki byggir ekki á einhverju ófrávíkjanlegu lögmáli heldur er þetta spurning um pólitíska ákvörðun um að hafa sum brot ófyrnanleg. Nú þegar eru mörg brot sem ekki fyrnast, s.s. mannrán, manndráp, ítrekuð rán, landráð, brot gegn stjórnskipan ríkissins og hryðjuverk. Þess má geta að lögum um fyrningu var breytt árið 1982 en fyrir þann tíma voru ófyrnanleg brot mun fleiri. Það er því eingöngu pólitísk ákvörðun hvort kynferðisafbrot gegn börnum séu metin til alvarlegustu brota eða ekki.

Í dag er talið að nær fimmta hvert barn verið fyrir kynferðislegri misnotkun. Þetta er eitt stærsta þjóðfélagsmein okkar tíma og verðu að uppræta. Til þess verður að eiga sér stað vakning löggjafa og fagstétta á alvarleika og sérstöðu þessara brota. Við verðum að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að kynferðisafbrot gegn börnum séu ekki liðin. Sagan sýnir okkur að oft breytist hugarfar ekki fyrr en í kjölfar lagasetningar, með því að afnema fyrningu í kynferðisafbrotum gegn börnum sýnum við með skýrum hætti hversu alvarlegum augum við lítum þessi brot og viðurkennum þessi brot í flokki með allra alvarlegustu brotum.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 10. maí.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið