Já, nú er sko vor í lofti. Blómin ryðjast uppúr moldinni og þingmenn ríða frá Þingvöllum til sauðburðar. Dásamlega endasleppt þinglok sem einkenndust af leti og þreytu Halldórs Blöndal sem hreinlega nennti ekki að hlusta á meira og bað þingmenn bara vinsamlegast um að þegja og kjósa svo hann kæmist í göngutúr eftir Norðuránni. Já, nú er sko vor í lofti. Blómin ryðjast uppúr moldinni og þingmenn ríða frá Þingvöllum til sauðburðar. Dásamlega endasleppt þinglok sem einkenndust af leti og þreytu Halldórs Blöndal sem hreinlega nennti ekki að hlusta á meira og bað þingmenn bara vinsamlegast um að þegja og kjósa svo hann kæmist í göngutúr eftir Norðuránni.
Maður hafði það á tilfinningunni að þingmenn vissu varla hvað væri verið að kjósa um svo mikil voru afköstin, en þau fara ekki alltaf saman afköstin og gæðin. Dóri Blö nennti ekki að ræða um óþægileg mál og stakk þeim bara undir þingforsetastólinn svo nú má Sólveig reyna að minnka bunkann sem þar er og óska ég henni góðs gengis með það. En það voru ekki þessi horðvirknisvinnubrögð sem vöktu athygli fjölmiðla frekar en fyrri daginn. Fólk er kannski bara vant þeim eftir slímsetur stjórnaflokkanna.
Það sem fékk mest pláss í fréttum eftir þetta þing var liðhlaup Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokknum yfir í Bláflokkinn stóra. Einhvern veginn býst Gunnar við að hans frama sé best borgið þar. Hann segir reyndar að hann sé að fylgja sannfæringu sinni og geti helst unnið að sínum málum innan Sjálfstæðisflokksins. Já, en hann er þá að minnsta kosti hættur að vinna fyrir sína kjósendur þó svo hann haldi áfram að vinna að ,,sínum” málum.
Ég get eiginlega ekki annað en dáðst að honum Gunnari. Það er maður sem fagnar sínu RagnarReykás syndrome og reynir ekki að fela það eins og svo margir. Hann kemur til dyranna nákvæmlega eins og hann er klæddur en ef sá klæðaburður á ekki við þá skiptir hann bara um föt í bílnum. Gunnari óska ég alls hins besta og óska sjálfstæðismönnum til hamingju með nýjan meðlim. Nú er Gunnar lamb í stórri kindahjörð. Já, ég vona að sauð-burður sjálfstæðismanna gangi vel.