Samfylking til sigurs!

Helgina 20.- 22. maí munum við jafnaðarmenn halda okkar þriðja landsfund frá stofnun Samfylkingarinnar í maí árið 2000. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum fimm árum og flokkurinn hefur fest sig í sessi og er kominn til að vera.Við höfum staðið af okkur mesta ólgusjóinn þrátt fyrir miklar hrakspár andstæðinga okkar. Hægt og rólega hefur þeim röddum fækkað og þær hljóðnað að mestu. Á þessum árum hefur félagsmönnum fjölgað sem og aðildarfélögum og það á jafnt við félög meðal ungra sem og þeirra eldri. Í síðustu kosningum var Samfylkingin stærsti flokkurinn á meðal ungs fólks. Eldri borgarar eiga augljóslega samleið með flokknum og Samfylkingin er málsvari lítilla og meðalstóra fyrirtækja og einyrkja í landinu. Helgina 20.- 22. maí munum við jafnaðarmenn halda okkar þriðja landsfund frá stofnun Samfylkingarinnar í maí árið 2000. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum fimm árum og flokkurinn hefur fest sig í sessi og er kominn til að vera.Við höfum staðið af okkur mesta ólgusjóinn þrátt fyrir miklar hrakspár andstæðinga okkar. Hægt og rólega hefur þeim röddum fækkað og þær hljóðnað að mestu. Á þessum árum hefur félagsmönnum fjölgað sem og aðildarfélögum og það á jafnt við félög meðal ungra sem og þeirra eldri. Í síðustu kosningum var Samfylkingin stærsti flokkurinn á meðal ungs fólks. Eldri borgarar eiga augljóslega samleið með flokknum og Samfylkingin er málsvari lítilla og meðalstóra fyrirtækja og einyrkja í landinu.

Málefnastaða flokksins hefur styrkst, sjálfsöryggi okkar hefur eflst og samhliða því hefur stuðningur almennings við flokkinn aukist, en um þriðjungur landsmanna styður nú Samfylkinguna. Við getum og eigum að vera stolt af þessum árangri því hér eftir liggur leiðin aðeins uppá við.

Snúum bökum saman
Þrátt fyrir harðan slag seinustu mánuði í tengslum við formannskjörið er ég þess fullviss að þegar úrslitin verða kunngerð muni fólk sætta sig við afstöðu flokkssystkina sinna og taka höndum saman. Lykillinn að góðum úrslitum í komandi sveitastjórnarkosningum og alþingiskosningunum eftir tvö ár er að við göngum sátt frá komandi landsfundi. Það er ekkert því til fyrirstöðu að við jafnaðarmenn leiðum fjölda sveitastjórna um land allt sem og sjálfa landsstjórnina eftir tvö ár. Þannig munum við koma hugsjónum og stefnumálum okkar í framkvæmd, landsmönnum allra til heilla.

Kæru félagar. Ég hlakka til að hitta ykkur og að eiga með ykkur ánægjulega helgi í hinni glæsilegu Egilshöll dagana 20.-22. maí.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. maí

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand