Ég skil ekki af hverju við viljum þetta stríð!

Ég skil ekki hvernig skilgreina má heilu þjóðirnar sem vondar þjóðir. Fólk sem má drepa af því að það er vont fólk. Vont fólk sem elskar annað vont fólk og eignast vond börn og trúir á vondan guð. Fólk af holdi og blóði jú! En þetta er vont fólk. Ég skil þetta ekki. Ég skil ekki hvernig skilgreina má heilu þjóðirnar sem vondar þjóðir. Fólk sem má drepa af því að það er vont fólk. Vont fólk sem elskar annað vont fólk og eignast vond börn og trúir á vondan guð. Fólk af holdi og blóði jú! En þetta er vont fólk. Ég skil þetta ekki.

Ég skil ekki hvernig það gerir Saddam Hussein svo miklu verri en ella að hann hefur drepið „sitt eigið fólk.“ Væri hann skárri harðstjóri ef hann dræpi bara eitthvað annað fólk en sitt eigið? Eins og Bush?

Ég skil ekki hvernig hægt er að lýsa því svona kalt þegar nokkrum hundruðum íraskra karlmanna er slátrað. Mönnum með fortíð og fjölskyldur, vonir og þrár. „Talið er að 750 íraskir hermenn hafi látist. 120 skriðdrekum grandað. Enginn féll í liði bandamanna.“ Þetta er ójafn leikur. Þetta eru kúlur sem er búið að ákveða að skjóta. Sigur sem er búið ákveða að vinna. Menn deyja til einskis. Ég skil þetta ekki.

Ég skil ekki hvernig við urðum svona firrt að stríð og álíka heimsviðburðir eru hættir snerta okkur nóg til að halda athygli okkar lengur en nokkra daga. Annar hver maður sem maður hittir segist vera búinn að fá leið á þessum stríðsfréttum. Ég skil ekki hvernig þetta varð svona. Einn daginn eru allir að tala um skáldað stríð Tolkiens, sálarstríð Jacksons, árásarstríð gegn Írak og svo verða allir leiðir og geta ekki beðið eftir næsta hneyksli, næstu stórmynd, næsta stríði.

Ég skil ekki af hverju við verðum að ráðast á Írak til vernda heiminn frá gereyðingarvopnum sem vitum ekki hvort þeir hafa, en þurfum bara að gretta okkur framan í Norður-Kóreu sem við vitum að eiga kjarnorkusprengjur og hafa hótað að nota þær. Af hverju þurfum við ekki bjarga norður-kóresku þjóðinni frá Kim Jong-il eða bágstöddum þegnum yfir 50 einræðisherra í heiminum sem eru jafn vondir og Saddam Hussein? Ég skil ekki af hverju við flýtum okkur svona mikið að bjarga þjóðum sem eiga olíu. Alveg er okkur sama um fólkið í Afríku. Ég skil ekki af hverju við erum tilbúin að sprengja svona marga til að það verði bandarísk fyrirtæki sem fái einkaleyfi á að pumpa írösku olíunni. Ég skil ekki af hverju voldugustu ráðamenn Bandaríkjanna vinna hjá olíufyrirtækjum bæði fyrir og eftir að þeir eru við völd. Ég skil ekki að við leyfum heiminum að virka svona.

Ég skil ekki af hverju við Íslendingar erum að hvetja til þessa stríðs. Viljum þetta stríð. Erum í bandalagi viljugra þjóða. Duttum inn á listann í staðinn fyrir Búlgaríu sem hætti við. Þá varð okkur þetta metnaðarmál. Þá þóttumst við vera í aðstöðu til að ákveða að nauðsynlegt væri að fórna mannslífum. Ég skil ekki að við Íslendingar sem búum í þakíbúð veraldarinnar og höfum aldrei upplifað hörmungar stríðs, ákveðum allt í einu að lýsa yfir stríði gegn fjarlægri þjóð. Reyndar með stóran bróður með stórar sprengjur til að sjá um skítverkin fyrir okkur. Ég skil ekki af hverju það tengist nokkrum tugum starfa fyrir Íslendinga á Keflavíkurflugvelli. Nokkrum tugum atkvæða í kjördæminu. Hvernig tengist það stríði okkar við barn í Írak sem verður munaðarlaust? Ég skil það ekki.

Ég skil ekki Davíð Oddson, Halldór Ásgrímsson, Sigríði Önnu Þórðardóttur og fleira annars ágætt fólk, að það skuli vilja taka það að sér að útskýra af hverju þetta stríð er nauðsynlegt. Að þau tali gegn betri vitund. Að þau skuli gera þetta af svona lágkúrulegum ástæðum. Að þau skuli halda að það verði ekki afleiðingar. Ef ekki í þessu lífi, þá næsta.

Kallið mig einfaldan! En ég skil þetta ekki.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand