Sannfæring til sölu

Samkvæmt nýjustu fréttum af samningaviðræðum um áframhaldandi samstarf Reykjavíkurlistans er ekki heilagt fyrir okkur í Samfylkingunni að efnt verði til opins prófkjörs. Ég sem ungur jafnaðarmaður varð nokkuð hissa að heyra þessar fréttir því ég sat á aðalfundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík nú fyrir stuttu og þar kom það nokkuð skýrt fram að forsenda þess að við hefðum áhuga á því að starfa í áframhaldandi Reykjavíkurlistasamstarfi væri einmitt sú að boðað yrði til opins prófkjörs. Samkvæmt nýjustu fréttum af samningaviðræðum um áframhaldandi samstarf Reykjavíkurlistans er ekki heilagt fyrir okkur í Samfylkingunni að efnt verði til opins prófkjörs. Ég sem ungur jafnaðarmaður varð nokkuð hissa að heyra þessar fréttir því ég sat á aðalfundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík nú fyrir stuttu og þar kom það nokkuð skýrt fram að forsenda þess að við hefðum áhuga á því að starfa í áframhaldandi Reykjavíkurlistasamstarfi væri einmitt sú að boðað yrði til opins prófkjörs.

Samkvæmt fréttum undanfarið er það ekki mikið mál að ganga gegn vilja fulltrúaráðsins, enda eru völd í boði. Eða hvað? Dæmið hefur einmitt alltaf verið sett þannig upp að R-listinn muni vinna, en ef R-listinn er ekki til staðar þá muni Sjálfstæðismenn vinna. Aldrei virðist það koma til umræðunar hvað gerist þegar R-listinn tapar og lendir í minnihluta. Ætlar Samfylkingin að bera ábyrgð á því að færa framsóknarmönnum tvo fulltrúa þegar kjósendur kæra sig ekki um að fá einn einasta samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.

Þungavigtarfólk innan Samfylkingarinnar styður Reykjavíkurlistann, og sumir hverjir ætla að verja samstarfið sama hvað – jú, Reykjavíkurlistinn er orðið þreytt valdabandalag – jú, brauðmolaskipti embætta er límið sem heldur honum saman og – jú, bandalagið gengur gegn skoðunum margra innan Samfylkingarinnar. Öllu skal fórna, ,,annars komast sjallarnir til valda”. Fyrir mína parta þá þykir mér þetta hættulegur hugsunarháttur. Erum við svo góð og óvinurinn svo vondur að allt er leyfilegt til þess að halda honum frá völdum – völdin skulu okkar … sama hvað?

Nú er ég ekki einn af þeim sem halda því fram að allt hafi verið gott þegar sjálfstæðismenn stjórnuðu borginni, langt því frá. Ég man alveg eftir því að systir mín komst ekki á leikskóla. Ég man líka eftir því þegar það var aðeins ein brú í Grafarvoginn og á hverjum einasta morgni varð gríðarleg umferðarteppa þegar allir íbúar Grafarvogs nýttu sér eina akrein til að komast út úr stærsta úthverfi borgarinnar, og þrátt fyrir að ég hafi verið ungur man ég eftir valdhrokanum sem einkenndi og einkennir enn sjálfstæðismenn. Þrátt fyrir augljósa galla Reykjavíkurlistans þá minnast flestir valdatíðar sjálfstæðismanna með hryllingi. Það breytir hinsvegar ekki þeirri staðreynd að aðferðirnar skipta máli. Ég starfa ekki í pólitík til að einhverjir komist ekki til valda. Ég er ekki að leggja fram minn tíma og vinnu í Samfylkinguna til þess að sjallarnir séu ekki við völd. Ég starfa í pólitík því ég hef trú á ákveðnum málefnum sem ég vil leggja fyrir almenning, en ég trúi líka á aðferðir og fyrir þær aðferðir stendur Reykjavíkurlistinn ekki. Fyrir Reykjavíkurlistann mun ég ekki starfa og ég trúi því að ég sé ekki einn í Samfylkingunni sem er ekki tilbúinn að selja sannfæringu sína til þess eins að ,,samherjar” mínir haldi í völdin.

Augljóst er að sterkir aðilar innan Samfylkingarinnar ætla að halda samstarfinu áfram, sama hvað. Vinstrimenn hafa margir lengi haft þá hugsjón að sameinast á vinstrivæng íslenskra stjórnmála. Fyrir marga er R-listinn uppfylling á þeirri hugsjón. Margir hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu þessarar sameiningar. Það getur verið erfitt að horfast í augun við að barnið sem þú hefur unnið að því að ala í rúman áratug er orðið sama skrímslið og það átti upphaflega að berjast gegn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið