Lausn er ekki heildarlausn

Heildarlausn er orð sem virðist eiga við alls staðar. Já, það er hægt að finna lausn á öllum málum vilja sumir meina en hvort sú lausn er heildarlausn er annar handleggur. Borgin okkar yndislega hún Reykjavík er full af lausnum en afar fáum heildarlausnum. Í raun er heild eitthvað sem vantar sárlega á borgarmyndina. Skilgreining ákveðinna svæði innan Reykjavíkur eru eins konar barbabrellur. Þau geta brugðið sér í allra kvikynda líki. Svæði sem heildarskipulag lítur í einn tíma á sem útivistar svæði bregður sér skyndilega í búning atvinnusvæðis. Heildarlausn er orð sem virðist eiga við alls staðar. Já, það er hægt að finna lausn á öllum málum vilja sumir meina en hvort sú lausn er heildarlausn er annar handleggur. Borgin okkar yndislega hún Reykjavík er full af lausnum en afar fáum heildarlausnum. Í raun er heild eitthvað sem vantar sárlega á borgarmyndina. Skilgreining ákveðinna svæði innan Reykjavíkur eru eins konar barbabrellur. Þau geta brugðið sér í allra kvikinda líki. Svæði sem heildarskipulag lítur í einn tíma á sem útivistarsvæði bregður sér skyndilega í búning atvinnusvæðis.

Nám er vinna; það vita allir sem hafa verið eða eru námsmenn og konur. Vinnustaðurinn er skólinn. Þarna ver maður vinnudeginum frá ágústlokum til júníbyrjunar. Skóli ætti því að vera á atvinnusvæði. En nú hefur útvistarsvæðið við rætur Öskjuhlíðar skyndilega orðið eitthvað allt annað en það gaf loforð um að vera. Já, úlfur í sauðargæru. Þessi staður við baðströnd Reykvíkinga og landsmanna allra en núna orðinn bakgarður námsmanna í vinnu við Háskóla Reykjavíkur. Þarna mitt í náttúruperlunni rís skóli. Honum fylgir tilheyrandi umferð og stór svæði þarf að taka undir bílastæði. Vegir sem liggja þarna niður að Nauthólsvíkinni eru heldur ekki til að hrópa húrra fyrir og leyfi ég mér að efast stórlega um að Flugvallarvegurinn anni bílaumferð stúdentanna sem nú leggja leið sína á græna svæðið til vinnu. Sá vegur sem liggur þá að Öskuhlíðarrótum er malarvegur sem liggur í gegnum miðja Öskjuhlíðina. Hann verður væntanlega malbikaður og til að koma skikk og behag á allt koma þar ljós og fínerí í Öskjuhlíðina. Það verður aldeilis fínt að fá að fara yfir á grænu þegar maður leggur leið sína fótgangandi niður að nýhreinsaðri ströndinni í sólbað. Það er náttúrulega ómögulegt að ramba um í reiðileysi um grænt svæði borgarinnar eins og staðan er í dag, engin gönguljós og engin hraðbraut þar í gegn, bara kanínur og fuglasöngur.

Kjörtímabilið er einvörðungu 4 ár. Það er dagur ein meir í borgarskipulagi. Sá flokkur sem þorir og vill líta lengra en fram á morgundaginn í skipulagsmálum verður farsæll í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosningabaráttan á að verða til að kynna framtíðarsýn flokkanna og leyfa svo Reykvíkingum að veita upplýst samþykki sitt við þeirri heildarlausn sem okkur verður vonandi kynnt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið