Enn í ónáð?

Þann 25. mars 2003, skömmu fyrir alþingiskosningar, undirritaði heilbrigðis- og tryggingaráðherra samkomulag um að grunnlífeyrir öryrkja yrði hækkaður, aðallega þeirra sem yngstir verða öryrkjar. Samkvæmt útreikningum heilbrigðisráðuneytisins átti sú hækkun að nema um einum og hálfum milljarði króna. Svikin loforð?
Þann 25. mars 2003, skömmu fyrir alþingiskosningar, undirritaði heilbrigðis- og tryggingaráðherra samkomulag um að grunnlífeyrir öryrkja yrði hækkaður, aðallega þeirra sem yngstir verða öryrkjar. Samkvæmt útreikningum heilbrigðisráðuneytisins átti sú hækkun að nema um einum og hálfum milljarði króna.

Í desember 2003 veitti Alþingi milljarði til málefnisins. Um það leyti (í DV 27. nóvember og Morgunblaðinu 28. nóvember) sagði heilbrigðisráðherra að sá milljarður væri aðeins tveir þriðju af umsömdum hækkunum, afgangurinn kæmi að ári. Nú hafa forkólfar stjórnarflokkanna útilokað frekari efndir. Í stefnuræðu 4. október síðastliðinn bar Halldór Ásgrímsson því við að öryrkjum hefði fjölgað um 50% á sex árum og heildarbótagreiðslur til þeirra þrefaldast á sama tíma. Heilbrigðisráðherra hefur nú falið Hagfræðistofnun HÍ að grafast fyrir um hvað veldur. Yfirvöldum virðist því skyndilega orðið það hjartans mál að vita af hverju öryrkjum fer fjölgandi undir þeirra stjórn.

Af hverju hefur öryrkjum fjölgað?
En kannski er málið ekki eins flókið og stjórnarherrarnir vilja vera láta. Þegar vinnuveitendur gera sífellt meiri afkastakröfur og geta leyft sér að velja og hafna, ráða og reka eru það einatt fatlaðir og heilsuveilir sem fyrst er sagt upp. Síðan getur reynst þrautin þyngri að finna annað starf, ekki síst þegar þúsundir fullfrískra einstaklinga eiga í mesta basli við slíkt hið sama. Margir heilsuveilir einstaklingar draga þó í lengstu lög að fara í örorkumat, láta jafnvel ekki tilleiðast fyrr en í þrot er komið.

Þegar kjörin verða kröpp eykst iðulega kvíði og streita, sjálfsvirðingin þverr og félagslífið minnkar. Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir hefur bent á að samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum og Evrópusambandsríkjum getur viðvarandi atvinnuleysi valdið geðröskunum, ekki síst þunglyndi, og í kjölfarið enn öðrum kvillum, til dæmis hjarta- og æðasjúkdómum. Með öðrum orðum: Ef fullfrískur einstaklingur missir vinnuna til langframa getur svo farið að hann missi líka heilsuna (sjá Læknablaðið, 1. tölublað 2004).
´
Atvinnuleysi á Íslandi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var að meðaltali liðlega 0,5% en síðan þá hefur það verið í kringum 3%. Er nema von að öryrkjum hafi fjölgað? Samt eru örorkubætur hraksmánarlega lágar og í þokkabót skattskyldar.

Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks stærir sig af því að hafa aukið frelsi í atvinnulífinu. Sumir hafa beðið tjón af því; þeirra hag þarf að bæta. Ríkinu ætti ekki að verða skotaskuld úr því, svo mjög hafa tekjur þess aukist undanfarin ár.

Tvívegis hefur núverandi samsteypustjórn beðið fremur auðmýkjandi ósigur í kjaradeilu við Öryrkjabandalagið fyrir Hæstarétti. Allt er þegar þrennt er, eða hvað?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand