[SamViskan] Formannspistill

Ungir jafnaðarmenn gáfu út hátíðarútgáfu af SamViskunni fyrir landsþingið. Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur og meðstjórnandi í framkvæmdastjórn UJ ritstýrði viðhafnarritinu. Andrés Jónsson formaður Ungra jafnaðarmanna ritaði í blaðið formannspistil sem birtist hér á Pólitík.is. Blaðið er hægt að nálgast hér. Ungir jafnaðarmenn gáfu út hátíðarútgáfu af SamViskunni fyrir landsþingið. Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur og meðstjórnandi í framkvæmdastjórn UJ ritstýrði viðhafnarritinu. Andrés Jónsson formaður Ungra jafnaðarmanna ritaði í blaðið formannspistil sem birtist hér á Pólitík.is. Blaðið er hægt að nálgast hér.

Þessi vetur hefur verið sá allra skemmtilegasti sem ég hef upplifað síðan að ég hóf þátttöku í stjórnmálum. Ég fæ ráðið af samtölum mínum við fyrri formenn UJ að hópur virkra ungliða hafi líklega aldrei verið jafn mikill og í vetur og að starfið sem boðið var upp á hafi verið fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr. Ungir jafnaðarmenn fögnuðu fimm ára afmæli sínu 11.mars síðastliðinn og starfsemin hefur jafnt og þétt verið að byggjast upp á undanförnum árum. Margir hafa komið að því verki og við höfum í mörgu notið góðs stuðnings flokksins og félaga innan hans.

Sérstaklega hefur verið jákvæð þróun hvað varðar þátttöku kvenna í starfi UJ. Sem dæmi má nefna að fimm af níu kjörnum fulltrúum í framkvæmdastjórn hreyfingarinnar eru nú konur og á Þingi unga fólksins, sem haldið var í vetur, var kynjahlutfallið jafnt í þingflokki UJ (10 af hvoru kyni) og var hlutfall kvenna hæst hjá okkur af öllum ungliðahreyfingunum. Enn er þó hægt að gera betur í að virkja konur til þátttöku í starfi UJ eins og í stjórnmálum almennt. Formenn aðildarfélaga á landsbyggðinni eru flestir karlar og einnig formenn kjördæmisráða sem valdir eru af aðildarfélögum í hverju kjördæmi.

Ungir jafnaðarmenn hafa ákveðið að helga þetta starfsár sitt árið 2005 konum sérstaklega (í daglegu tali “Ár konunar hjá UJ”) og hyggjast reyna að stuðla að sameiginlegu átaki allra ungliðahreyfingana um að fá fleiri konur inn í starf þeirra. T.d. er búið að leggja drög að sameiginlegri ráðstefnu um málið. Stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar er afar mikilvægur þegar það kemur að því að ná inn nýjum stelpum inn í starfið og er ástæða til að þakka flokknum fyrir að hafa staðið myndarlega að þessu mikilvæga útbreiðslustarfi sem Stjórnmálaskólinn er.

Ég get að lokum vottað að ungir jafnaðarmenn eru baráttuglaðir fyrir framtíðina og að við hlökkum til að taka á hinum stóra okkar í kosningunum sem eru framundan á næstu tveimur árum. Það eru í mínum augum mikil forréttindi að fá að starfa í stjórnmálum. Það skemmir heldur ekki fyrir þegar maður fær tækifæri til að starfa í hópi sem er eins samstíga og jákvæður og núverandi framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna. Ég vil segja við þessa félaga mína:

Takk fyrir mig!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið